5 ára börn flytja í Barnaskólann

Þann 31. janúar var viðburðaríkur dagur á Hjallabrautinni þegar 5 ára börnin fluttu úr húsnæði Leikskólans Hjalla yfir í Barnaskólann. Það voru hugrökk og hjálpsöm börn sem gengu yfir í Barnaskólann eftir hádegismatinn með fatnað, leikefni og annað sem þeim fylgir.

Það mátti sjá gleði og eftirvæntingu úr andlitum vina og vinkvenna og tóku þau fullan þátt í verkefninu.

5 ára leikskólakjarnarnir munu starfa í Barnaskólanum en við höfum góðar fyrirmyndir af slíku starfi í Barnaskólunum okkar í Garðabæ og Reykjavík.