Alþjóðlegt skákmót í fyrsta skiptið á Laufásborg

Nýja árið fer vel af stað hjá okkur í Hjallastefnunni!

Um helgina var í fyrsta skiptið haldið í leikskóla á Íslandi alþjóðlegt skákmót. Þátttakendur voru 12 ára og yngri og mörg á leikskólaaldri!

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var heiðursgestur og setti mótið.

Í ár eru 10 börn að fara á vegum Hjallastefnunnar að keppa í heimsmeistaramóti barna í skák í Túnis. Þessum góða árangri má þakka áhaldinu sem Hjallastefnan er, stuðningi foreldra sem og okkar frábæra kennara Omar Salama. Það verður spennandi að fylgjast með þeim!