Ásthildur bæjarstjóri heimsækir Hólmasól

Við í Hjallastefnunni fáum til okkar marga góða gesti í heimsókn og í vikunni var það Ásthildur, bæjarstjóri Akureyrar, sem kom og heimsótti leikskólann okkar á Akureyri, Hólmasól.

„Þvílík hamingja og stolt sem fylgdi því að sýna skólann og allir hópatímar til fyrirmyndar,” segir Alfa, skólastýra á Hólmasól. „Í gangi voru raunveruleikatengd verkefni;  þrautabraut, grímugerð, málun, litaverkefni, lottó, framsögn í míkrafón og meira skemmtilegt.“

Hólmasólin skín.