Formlega tekið við rekstrinum í Glasgow

Þann 7. nóvember síðastliðin tók Hjalli-Model formlega við rekstrinum á nýjum leikskóla í Glasgow en hann verður starfræktur í anda Hjallastefnunnar.

Leikskólinn Elmwood starfar í tveimur húsum og er með um 90 rými en hátt í 200 börn sækja skólann yfir vikuna þar sem mörg þeirra eru aðeins í 1-2 daga í viku.

„Nú höfum við verið að kynna okkur fyrir starfsfólki og foreldrum barnanna í Elmwood. Við höfum fengið jákvæðan áhuga frá þeim, en auðvitað hafa þau líka áhyggjur af mögulegum breytingum. Því viljum við kynna starfsemina vel og að vitaskuld ætlum við að aðlaga Hjallastefnu módelið að skólanum í samvinnu við starfsfólk og foreldra“ segir Magga Pála, hress og kát en hér má sjá hana og Eddu Rósu fyrir framan leikskólabygginguna.