Susan Polgar í heimsókn á Laufásborg

Skáksnillingurinn Susan Polgar kom til Íslands í tilefni af Fischer Evrópumótinu í skák sem fer fram í Hörpunni. Susan og fjölskylda hennar voru í samskiptum við Fischer og bjó hann hjá þeim um tíma. Susan og Judith systir hennar eru með frægustu kvenkyns skáksnillingum í heimi og er það spennandi fyrir hraustar skákstúlkur á Laufásborg að fá að hitta hana í návígi. Susan hefur mikinn áhuga á menntun og uppeldi stúlkna. Hún var því glöð að fá tækifæri til að sjá starfið á Laufásborg. Með Susan á myndinni er Omar Salama skákmaður sem hefur glætt áhuga barna á Laufásborg á skák.