Viðburðaríkt ár hjá Hjallastefnunni

Árið hefur liðið hratt enda hefur 2018 verið einstaklega viðburðaríkt ár hjá Hjallastefnunni. Skólarnir okkar blómstra sem aldrei fyrr og við finnum mikinn meðbyr í okkar starfi. Þökk sé yndislega starfsfólkinu okkar, sem mæta á hverjum degi í gleði og kærleik og gera heiminn betri fyrir börn.

Markmið okkar allra er að Hjallastefnan sé samfélag þar sem við höfum öll tækifæri til að vaxa og blómstra. Við fórum í tilraunaverkefni með að stytta vinnudaginn og ekki er hægt að segja annað en að það hafi tekist með eindæmum vel. Áfram munum við leita allra leiða til að bæta starfsumhverfið okkar og þróa Hjallastefnunna áfram. Okkar ósk er að við saman munum við búa til fyrirtæki sem er öðrum til eftirbreytni.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og megi jólahátiðin baða ykkur kærleika og hamingju sem fylgir ykkur á nýju ári.

Hlýjar jólakveðjur,
Hjallastefnan