Hjallamiðstöð

Framkvæmdastjórar

Alma Guðmundsdóttir

Hjallamiðstöð, framkvæmdastýra - stjórnun og rekstur, alma@hjalli.is

Alma Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Hjallastefnunnar, stjórnun og rekstur. Alma er með viðskiptafræðipróf frá HA með áherslu á stjórnun og fjármál. Alma gengdi starfi fjármálastýru Hjallastefnunnar frá árinu 2017 til 2022. Alma hefur umfangsmikla reynslu úr atvinnulífinu sem fjármálastjóri hjá IMG, Capacent og Já&Gallup. Í gegnum sín fyrri störf hefur Alma leitt ýmsar breytingar stórar sem smáar og fengið fólk með sér í lið við þær breytingar. Alma hefur stýrt hópi stjórnenda og sérfræðinga og farist það vel úr hendi, þar sem hún býr yfir mikilli samskiptafærni. Alma hefur setið í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka og er virkur þátttakandi í félagstörfum kvennasamtaka svo eitthvað sé nefnt. Alma er jákvæð persóna, nýtur þess að vinna með fólki, fá það með sér í lið til þess að takast á við áskoranir sem blasa við að hverju sinni. Alma gegnir formennsku í samtökum sjálfstætt starfandi skóla.

Bóas Hallgrímsson

Hjallamiðstöð, framkvæmdastjóri - fræðsla og fagstarf, boas@hjalli.is

Bóas Hallgrímsson er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Bóas er með meistaragráðu í viðskiptafræði, með áherslu á frumkvöðlastarf, frá Háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð, meistaragráðu í fjölmiðla- og boðskiptafræðum frá sömu stofnun og grunnnám í heimspeki frá Háskóla Íslands.Bóas hefur komið að hinum ýmsu störfum hjá Hjallastefnunni í gegnum tíðina: sinnt skilavöktum síðdegis á leikskólum samhliða námi, verið sumarstarfsmaður, kennari og ráðgjafi fyrir Hjallastefnuna. Starfað á Reykjakoti í Mosfellsbæ þegar sá skóli var rekinn undir hatti Hjallastefnunnar. Starfað á Hjalla í Hafnarfirði, kennt við Barnaskólann í Garðabæ og starfað á Akri í Reykjanesbæ.

 

Stjórnendur

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

Hjallamiðstöð, markaðs- og gæðastýra, hrafnhildur[@]hjalli.is

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er markaðs- og gæðastýra Hjallastefnunnar. Hún er með PLD gráðu frá IESE Business School í Barcelona, B.A. gráðu í almannatengslum frá Auckland University of Technology á Nýja Sjálandi og IAA gráðu í markaðs- og auglýsingafræðum frá IACT í Kuala Lumpur, Malasíu. Hrafnhildur er einnig með gráðu í markþjálfun frá HR. Áður hefur hún starfað hjá FKA, HR, Námsgagnastofnun og Eimskip.

Hólmfríður Anna M. Ólafsdóttir

Hjallamiðstöð, þróunarstýra, holmfriduranna@hjalli.is

Hólmfríður er þróunarstýra Hjallastefnunnar. Hólmfríður er með BA í sálfræði frá HÍ og MSc í aðferðafræði frá London School of Economics. Áður starfaði Hólmfríður sem ráðgjafi hjá Capacent í ýmsum verkefnum á sviði gagnagreininga, stjórnunar, markaðs- og mannauðsmála. Hólmfríður starfaði í London í 10 ár hjá markaðsrannsókna- og ráðgjafafyrirtækjum við rannsóknir og gagnagreiningar fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir í einka og opinbera geiranum. Hólmfríður hefur starfað á 3 leikskólum og er einnig með C vottun í verkefnastjórnun.

Hrönn Ívarsdóttir

Hjallamiðstöð, fjármálastýra hronn@hjalli.is

Hrönn Ívarsdóttir er fjármálastýra Hjallastefnunnar. Hrönn er með Cand.Oceon próf frá HÍ. Áður starfaði Hrönn sem forstöðumaður á fjármálasviði CCEP á Ísland í 8 ár, stýrði þar reikningshaldi, uppgjörsvinnu, innheimtu og fjárstýringu. Þar á undan starfaði hún sem sem sérfræðingur á fjármálasviði Actavis Group og á endurskoðunarsviði KPMG.

Fjármáladeild

Emilía Jóhannsdóttir

Hjallamiðstöð, bókhald og fjármál, gjaldkeri, emiliaj[@]hjalli.is

Emilía hefur  umsjón með skrifstofu Hjallastefnunnar þar sem hún sinnir bókhaldi, gjaldamálum og fleiri verkefnum.  Emilía hefur unnið við fjölbreytt skrifstofustörf í gegnum tíðina og er  gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri.

Kristín Sigurgísladóttir

Hjallamiðstöð, bókhald og fjármál, innheimta, kristinsigurgisla[@]hjalli.is

Kristín starfar við innheimtumál ásamt öðrum verkefnum tengdum fjármálum og bókhaldi.

Helga Björk Þórisdóttir

Hjallamiðstöð, bókhald og fjármál, launafulltrúi, helgabjork@hjalli.is

Helga Björk starfar hjá Hjallastefnunni í bókhalds- og fjármáladeild. Hún er útskrifuð úr bókhaldsnámi frá Skrifstofu og ritunarskólanum og starfaði hjá Marel við innflutning og bókhald í 11 ár og hjá Capacent við bókhald og launavinnslu í 13 ár. Helstu verkefni eru launavinnsla og reikningagerð.

Skólastýrur leikskóla

Ásrún Vilbergsdóttir, asa@hjalli.is

Leikskólinn Ásar

Ásrún, eða Ása eins og hún er kölluð í daglegu tali, útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1992. Ása starfaði um árabil í leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði, hún er meðal reyndustu kennara Hjallastefnunnar. Ása hóf störf á Ásum haustið 2002, hún var um tíma meðstjórnandi í leikskólanum Öskju og síðar skólastýra í leikskólanum Hraunborg við Bifröst. Árið 2017 kom Ása svo til baka og tók við stjórnartaumunum á Ásum. Ása hefur setið öll þau námskeið sem Hjallastefnan ehf. hefur boðið starfsfólki sínu upp á í gegnum tíðina auk þess að sitja námskeið í stjórnun og forystu til framþróunar.

Lilja Guðlaug Ingólfsdóttir, ling@hjalli.is

Leikskólinn Barnaból

Lilja G. Ingólfsdóttir fæddist í Skagafirði 27. Janúar 1972 ólst upp á Akranesi og býr á Skagaströnd. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands 2007 og með diplómu í stjórnun menntastofnana 2019 frá Háskólanum á Akureyri. Lilja hefur unnið á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd frá 1995 lengst af sem deildarstjóri. Hún tók þátt í að innleiða Hjallastefnuna 2014 og tók við sem skólastjóri 2018 Lilja syngur í kór og stundar sjósund. Hún er gift og á 3 börn.

Helga Björk Ólafsdóttir, helgabj@hjalli.is

Leikskólinn Sóli

Helga Björk útskrifaðist sem leikskólakennari 1998 og sem grunnskólakennari 2003. Eftir útskrift hóf hún störf við leikskólann Rauðagerði, síðar sama ár flutti Helga Björk sig yfir til Hamarsskóla þar sem hún kenndi þangað til að hún tók til starfa í leikskólanum Sóla. Helga Björk nýtur þess að eiga í mannlegum samskiptum og er þekkt fyrir létt lundarfar. Helga Björk er þriggja barna móðir.

Alfa Björk Kristinsdóttir, alfa@hjalli.is

Leikskólinn Hólmasól

Alfa útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1995 en hefur starfað í leikskólum frá árinu 1991. Hún byrjaði ung að vinna í sumarbúðum fyrir fatlaða og svo á skammtímavistun og sambýlum á veturna meðfram námi. Helstu áhugamál Ölfu eru fjölskyldan, ýmis konar handavinna og prjónaskapur og líður henni best með fallega hluti í kring um sig.

Guðríður Guðmundsdóttir, guja@hjalli.is

Leikskólinn Eyrarskjól

Guðríður er ávallt kölluð Guja í daglegu tali. Guja er leikskólastjóri Eyrarskjóls á Ísafirði. Hún er leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri þaðan sem hún útskrifaðist 2006. Guja nýtur þess að starfa með fólki en hún hefur reynslu af því að starfa með öldruðum og hefur kennt við grunnskóla, meginþorra starfsævinnar hefur hún þó starfað í leikskólanum sem á hug hennar og hjarta enda telur hún það mikla gæfu að fá að starfa með börnum og fjölskyldum þeirra. Guja er borin og barnfædd í Önundarfirði.

Guðrún Silja Steinarsdóttir, gudrunsilja@hjalli.is

Leikskólinn Askja

Guðrún Silja Steinarsdóttir, eða Silja eins og hún er kölluð, er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur þó búið í Reykjavík meira eða minna frá árinu 1999 og á fjórar stúlkur. Silja útskrifaðist sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2007 og er með diplómu í stjórnun menntastofnana frá Háskólanum á Akureyri og hefur tvöfalt leyfisbréf, bæði í leik- og grunnskóla. Silja hóf störf hjá Hjallastefnunni sumarið 2010. Fyrst um sinn starfaði Silja í leikskólanum Öskju en flutti sig þaðan yfir í Barnaskólann í Reykjavík. Vorið 2017 tók Silja við hlutverki skólastýru í leikskólanum Öskju.

Matthildur Hermannsdóttir, matta@hjalli.is

Leikskólinn Laufásborg

Matthildur tók þátt í að innleiða Hjallastefnuna á Laufásborg árið 2000 þá sem aðstoðarleikskólastýra. Hún hefur kennt á námskeiðum hjá Hjallastefnunni og séð um kennslu og búið til námsefni um jafnréttisuppeldi á símenntunarnámskeiðum hjá LR. Matthildur sat í jafnréttisnefnd fyrir Leikskóla Reykjavíkur í fimm ár. Áður vann hún á sambýli fyrir fatlaða og í hinum ýmsu stöðum í leikskólum, hún hefur meðal annars sinnt sérkennslu og starfað sem stjórnandi. Matthildur er leikskólakennari að mennt og er mikil áhugamanneskja um uppeldis- og jafnréttismál, eins nýtur hún þess að lesa góðar bækur, hlusta á tónlist, dansa og njóta lífsins úti í náttúrunni.

Jensína Edda, jensa@hjalli.is

Leikskólinn Laufásborg

Jensína Edda er aldrei kölluð annað en Jensa. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur unnið eftir Hjallastefnunni síðan 1996. Jensa hefur í tvígang innleitt Hjallastefnuna í leikskóla en hún vann á Barnaheimilinu Ósi 1996-1998 áður en hún tók við Laufásborg. Jensa hefur verið með námskeið og fyrirlestra fyrir ýmsa leikskóla innan og utan Hjallastefnunnar. Jensa hefur tekið að sér að vera ráðstefnustjóri á ráðstefnum Hjallastefnunnar. Velferð barna og skólamál eru sérleg áhugamál Jensu, sem og mannrækt, sagnfræði og bókalestur.

Hanna Þórsteinsdóttir, hanna@hjalli.is

Leikskólinn Sólborg

Hanna  Þórsteinsdóttir er framkvæmdastýra Sólborgar.
Hanna hefur mikla reynslu af störfum innan Hjallastefnunnar en hún hóf störf á Laufásborg árið 2006 og hefur frá þeim tíma starfað bæði í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar.

Hanna er með BA gráðu í Nútímafræðum með uppeldis- og menntunaráherslu frá Háskólanum á Akureyri og hefur hafið nám til kennararéttinda við sama skóla.

Karen Valdimarsdóttir, karenv@hjalli.is

Leikskólinn Gimli

Karen útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1982 og hefur starfað sem leikskólakennari síðastliðin 23 ár. Hún hefur því víðtæka reynslu í leikskólastjórn og kennslu. Eftir að hafa starfað á ýmsum sviðum innan leikskólageirans hóf hún starf á Gimli árið 1996. Karen fór í 30 eininga framhaldsnám í starfstengdri siðfræði við Háskóla Íslands 2001-2002. Veturinn 2003-2004 starfaði Karen sem verkefnastjóri í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ. Karen kom aftur til starfa á Gimli 1. júní 2004 og tók við stöðu leikskólastjóra. Samhliða starfi hennar á Gimli hefur Karen verið í verkefnavinnu hjá öðrum leikskólum vegna jákvæðra samskipta í leikskólaumhverfinu, en það viðfangsefni er hennar hjartans mál.

Hulda Björk Stefánsdóttir, huldabj@hjalli.is

Leikskólinn Völlur

Hulda Björk tók við stöðu leikskólastýru á Velli í apríl 2019.  Hulda er útskrifaður leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, Hulda sem hefur starfað hjá Hjallastefnunni frá árinu 2006 og hefur verið skólastjóri á Sólborg frá árinu 2012.

Sigrún Gyða Matthíasdóttir, sigrungyda@hjalli.is

Leikskólinn Akur

Sigrún Gyða er skólastýra á Akri og sinnir daglegum rekstri skólans. Hún á tvo drengi ásamt Birki unnusta sínum. Hún er alin upp á Laugum í Reykjadal og lauk hún stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum 2007. Hún hefur búið og unnið í Reykjanesbæ síðan 2007 og hefur mikla reynslu af starfi innan Hjallastefnunnar. Hún hefur til að mynda unnið á Ásum, Hjalla, Velli og nú Akri. Hún hefur mikla reynslu af leikskólastarfi bæði sem hópstjóri og stjórnandi. Sigrún er þroskaþjálfi að mennt. Í frítíma stundar Sigrún box og kanínubúskap.

Ásdís Eydal, asdis@hjalli.is

Leikskólinn Hjalli

Ragnhildur Ólafsdóttir

Hnoðraholt

Ragnhildur útskrifaðist sem leikskólakennari 1999 og sem grunnskólakennari 2004. Ragga, eins og hún er alltaf kölluð, er nú í M.E.d í Stjórnun Menntastofnana í Háskóla Íslands. Eftir útskrift úr leikskólakennaranáminu lá leiðin á Hjalla og eftir að Ragga lauk  grunnskólakennaranáminu  lá leiðin í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilstöðum.  Ragga var áður verkefniastjóri hjá Hjallastefnunni, skólastýra á Velli og í  Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilstöðum.Áhugamálin eru fjölskyldan, útivera um fjöll og fyrnindi, lífið og tilveran.

Helena Helgadóttir, helenah@hjalli.is

Bergheimar

Helena Helgadóttir er skólastýra leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn. Helena útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2004 en hefur starfað í leikskóla í 23 ár eða síðan 1999. Hún hefur góða innsýn, reynslu og þekkingu á starfi skólans sem og Hjallastefnunni en hún hefur unnið sem kjarnastjóri frá því Hjallastefnan tók við rekstri leikskólans árið 2020. Helena bætti við sig yogakennaranámi árið 201 og býr í Þorlákshöfn.

Pálína Jörgensdóttir, palina@hjalli.is

Leikskólinn Hraunborg

Dóra Margrét Bjarnadóttir, dora@hjalli.is

Dóra Margrét kom sem nemi á Hjalla í Hafnarfirði árið 1990. Hún útskrifaðist úr fósturskólanum 1991 og hóf þá þegar störf á Hjalla. Árið 2003 kom Dóra að uppbyggingu á Vífilsstöðum og hélt utan um mótun starfs með fimm ára börnum. Hún varð skólastjóri Öskju í Reykjavík 2012 en sneri svo aftur í Garðabæinn 2017 og tók þá við Hnoðraholti. Dóra ólst upp í Hafnarfirði en hefur verið búsett í Garðabæ síðan 1977.

Skólastýrur Barnaskóla Hjallastefnunnar

Lovísa Lind Sigurjónsdóttir, lovisalind@hjalli.is

Barnaskólinn í Garðabæ

Linda Björk Sigmundsdóttir, lindabjork@hjalli.is

Barnaskólinn í Reykjavík

Hildur Sæbjörg Jónsdóttir, hildur@hjalli.is

Barnaskólinn í Hafnafirði

Ruth Margrét Friðriksdóttir, ruth@hjalli.is

Barnaskólinn í Hafnafirði