Hjallaráð heima í stofu

Hér koma nokkur Hjallastefnu ráð til að fjölskyldur geti tekið Hjallastefnuna heim í stofuna.

Söngfundir og sögustundir

Barnastarfið

Í skólum Hjallastefnunnar er val stór hluti af dagskránni okkar. Þar fá börn á öllum aldri tækifæri til að æfa viljann og ákveða leiki eða nám fyrir næstu starfseininguna. Valið fer fram á valfundi þar sem þau æfa þrjú grundvallaratriði, að vita vilja sinn, koma honum á framfæri á jákvæðan hátt og loks að taka mótlæti ef þau komast ekki að í þetta skiptið og þurfa að velja annan kost.
Hér kemur hugmynd að vali heima. Hjallastefnubörn kunna valfundarlagið og kunna að velja. Þau geta kennt ykkur.

Uppskriftir og textar

Hjallastefnuleir einföld og góð uppskrift sem allir geta gert saman.

Leir er mikið notaður í Hjallastefnunni og búum við hann til saman í skólanum. Með leirnum er meginmálið að styrkja gripið, þ.e. hendurnar sjálfar þar sem sterkt grip er undirstaða allrar færni sem krefst notkunar handanna, bæði tangargripsins sem notast við að skrifa svo og færni í að meðhöndla alla hluti.

Hér má sjá leiruppskriftina.