"/>

Launastefna Hjallastefnunnar

Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna sem rekur bæði leik- og grunnskóla á Íslandi. Launastefna Hjallastefnunnar tekur til alls starfsfólks Hjallastefnunnar og er ætlað að styðja við farsælan rekstur þar sem jafnrétti og gagnkvæm virðing fyrir ólíkum störfum og einstaklingum er megin stef.

Framkvæmdastýra Hjallastefnunnar er ábyrgðaraðili launastefnu en gæða- og fjármálastýra sjá um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi stefnunnar í umboði framkvæmdastýru.

Hjá Hjallastefnunni eru laun greidd samkvæmt kjarasamningum þar sem tekið er mið af þeim kröfum sem starfið gerir um menntun, reynslu og ábyrgð. Starfslýsingar eru til fyrir öll störf þar sem þær kröfur sem starfið gerir um menntun, reynslu og ábyrgð koma fram með skýrum hætti.

Allar launaákvarðanir skulu framkvæmdar samkvæmt verklagi sem lýst er í jafnlaunakerfi Hjallastefnunnar. Þær skulu rökstuddar og tryggja skal að þær falli að þeirri meginreglu að hjá Hjallastefnunni eru sömu laun greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

Starfsfólki Hjallastefnunnar er á grundvelli verklagsreglna um jafnlaunakerfi Hjallastefnunnar og ákvæðum laga nr. 56/2017 um jafnlaun, kynntar niðurstöður árlegra launagreininga og jafnlaunaúttekta þegar þær liggja fyrir.

Launastefna skal vera aðgengileg á heimasíðu Hjallastefnunnar.

Gefið út 09.06.2020