Nemendur í Barnaskólanum í Hafnafirði fengu viðurkenningu.

Það var mikil gleði í Barnaskólanum í Hafnafirði í síðustu viku þegar að börnin í 1.-4. bekk fengu afhent viðurkenningarskjal frá Foreldraráði Hafnarfjarðar. Viðurkenninguna hlutu þau fyrir að hafa skapað þá fallegu og kærleiksríku hefð með kennurum sínum að heimsækja vinkonur okkar og vina á Hrafnistu um hver jól. Fyrir hverja heimsókn liggur að baki mikill undirbúningur þar sem börnin æfa söngva og búa til kort merkt vini eða vinkonu sem þau færa svo eftir sönginn. Gagnkvæm virðing og kærleikur einkennir þessa fallegu stund á milli yngri og eldri borgara.