Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík lokað í tvær vikur vegna Covid-19 smits

Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, einum af 18 skólum Hjallastefnunnar, hefur verið lokað í samráði og samvinnu við Almannavarnir og smitsjúkdómalækni vegna COVID 19.

Kennari greindist smitaður og því hafa kennarar Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík verið sendir í tveggja vikna sóttkví.

Kennarinn var ekki við skólasetningu og hitti því hvorki börn né foreldra þann dag og því er ekki talið að börn og foreldrar þurfi að fara í sóttkví.

Skólinn verður því lokaður í tvær vikur, 14 daga í sóttkví til 5. september. Skólastarf hefst aftur með hefðbundnum hætti mánudaginn 7. september.

Sjá nánar frétt um málið á RUV – HÉR