Gestagangur hjá Hjallastefnunni á þessu skólaári

Hjallastefnan hefur í vetur tekið á móti meira en 270 gestum auk fjölda fjölmiðla í 35 heimsóknum. Það er hefur alltaf verið áhugi fyrir Hjallastefnunni erlendis frá og í vetur höfum við fundið fyrir mikilli aukningu sem er mjög gleðilegt og hvetjandi fyrir okkur. Við höfum vandað til verka og hefur Margrét Pála verið í mótttökunni og uppfrætt gesti af sinni alkunnu snilld. Upptökur af starfinu hafa farið fram fyrir erlendar sjónvarpstöðvar, viðtöl hafa verið tekin við Margréti Pálu, Fræðifólk, nemar og kennarar víða að hafa komið og fengið að sjá hvernig Hjallastefnan virkar. Við erum stolt og þakklát eftir veturinn og þetta er sannarlega hvatning til að halda áfram að gera góða skóla fyrir börn.

Hér fyrir neðan eru myndir frá heimsóknum: