Hjallastefnan kynnir með stolti nýjar vörulínur í skólafatnaði

Hjallastefnan hefur unnið að því að stíga stór umhverfisskref í fatamálum þar sem áhersla er ekki einungis lögð á gæðavörur sem henta þörfum barnanna, heldur ábyrga og sjálfbæra framleiðslu.  Framtíðarmarkmið með allri fataþróun er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og spara orku og náttúruauðlindir. Við vinnum jafnframt með fyrirtækjum sem eru með alþjóðlegar gæðavottanir sem bera hagsmuni umhverfis, samfélags og starfsfólks í fyrirrúmi.

Fyrsta skrefið sem Hjallastefnan tók var að þróa íslenska ullarpeysu fyrir starfsfólk og nemendur, hönnuð af Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttir og framleidd af Glófa í Reykjavík. Jafnframt var þróun á vörulínum úr flísefni hætt vegna umhverfissjónarmiða í fyrra. Nú eru komnar inn fleiri vörur í vefverslun þar sem ný stefna Hjallastefnunnar er höfð að leiðarljósi.

Allar vörur í vefverslun merktar sem „Ný vörulína“ er framleidd og hönnuð með þessar nýju áherslur í huga. Þróun á nýjum vörum er lengra komin fyrir leikskólana en barnaskólana en von er að nýrri vörulínu fyrir Barnaskólana. Fyrsta vörulínan verður heil peysa úr 100% bómull sem kemur í febrúar/mars og verður langermabolum og hettupeysum bætt í þessa nýja vörulínu að hausti.  Við erum einnig stolt af því segja að öll starfsfólksföt frá hausti 2020 eru framleidd samkvæmt okkar nýju áherslum.

Allar nýju vörurnar eru unnar úr lífrænni bómull, sem er einstaklega þægileg og mjúk en einnig höfum við þykkt og styrkt efni, sem og endurbætt snið í nokkrum vöruflokkum. Allar nánari upplýsingar má finna á Vefverslun Hjallastefnunnar undir hverri vöru – Sjá HÉR

Við erum einnig að kjarna ferlin okkar með afgreiðslu sem og auka við þjónustu. Allar vörur eru afgreiddar vikulega og þær pantanir sem berast fyrir lok þriðjudags verða tilbúnar á fimmtudagsmorgni. Ávallt er hægt að senda póst á verslun@hjalli.is og er fyrirspurn svarað eins fljótt og auðið er, en þó eigi síðar en innan fimm virkra daga. Að auki höfum við opnað fyrir símatíma í vefverslun og hægt er að hringja inn á miðvikudögum.. Við höfum einnig uppfært skilmála okkar og hvetjum við foreldra og forráðafólk að kynna sér nánar allar upplýsingar á heimasíðu – Sjá HÉR

Ávallt er hægt að skila öllum vörum, séu þær í upprunalegu ástandi og er varan þá endurgreidd. Allar upplýsingar um vöruskil er að finna á vefverslun – Sjá HÉR

Hverjar eru helstu áherslur Hjallastefnunnar í fatamálum 

Vistvæn framleiðsla og lífræn bómull

Vistvæn og ábyrg framleiðsla á fatnaði Hjallastefnunnar er margþætt en leitast verður eftir að nota sem mest af lífrænni bómull þar sem engin eiturefni eru notuð við ræktun lífræns bómullar. Það skemmir ekki jarðveginn, hefur minni áhrif á loftið og notar 88% minna vatn og 62% minni orku. Hefðbundin bómull notar um 16% skordýraeiturs í heiminum og 7% skordýraeiturs. Að auki er lífræn bómull mýkri og fatnaður einstaklega þægilegur.

Merkingar og engin eiturefni

Allur fatnaður Hjallastefnunnar er merktur og prentaður með efnum sem eru vistvæn og án eiturefna og í samræmi við umhverfis- og lífræna staðla.

Ábyrg framleiðsla og mannréttindi

Við leitumst með að vinna með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í umhverfisvænni og sjálfbæri framleiðslu og eru samfélagslega ábyrg. Þetta er gert til að stuðla að engri notkun á barnavinnu og nauðungarvinnu. Við stuðlum að löglegum vinnusamningum, öruggum og heilbrigðum vinnuskilyrðum starfsfólks, félagsfrelsis og engri mismunun gagnvart starfsfólki.

Hringrásarhagkerfið

Hjallastefnan vinnur að því að innleiða hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins í tengslum við skólaföt starfsfólks og barna með það að leiðarljósi að halda fötunum í notkun eins lengi og hægt er. Þegar komið er á endastöð er lagt upp úr að taka við þeim aftur, endurnýta og benda á vænlegustu kostina við endurvinnslu.