Hjallastefnu-fatafréttir

Kæru vinkonur og vinir

Okkur þykir miður sú töf sem orðið hefur á afhendingu á Hjallastefnufötum. Covid 19 hafði það í för með sér að framleiðsla stöðvaðist hjá mörgum birgjum sem tafði afhendingu á fötum til okkar. Viljum senda ykkur þakklæti fyrir þolinmæðina og jafnframt upplýsa hvaða vörur eru komnar og hvað er væntanlegt í vetur.

Leikskólaföt

 • Langermabolir og leggingsbuxur eru komnar í Vefverslun Hjallastefnunnar fyrir leikskólabörnin og nú til í rauðu og bláu í öllum stærðum 86 – 128
 • Stuttermabolir eru til í nokkrum stærðum en ný lína af stuttermabolum er væntanleg í september. Þetta er ný lína úr 100% ræktaðri lífrænni bómull
 • Joggingpeysa er ný vara sem við erum að láta hanna fyrir okkur –  úr 100% lífrænt ræktaðri bómull og er væntanleg í september. Hlý, þægileg og kósý fyrir veturinn og hlökkum til að kynna fyrir ykkur
 • Joggingbuxur eru til í vefverslun en væntanlegar í þær stærðir sem upp á vantar í september
 • Lopapeysurnar eru til í öllum stærðum fyrir leikskólabörnin
 • Flísbuxurnar og flíspeysurnar eru að hætta hjá okkur en hægt að ná sér í síðustu eintök í vefversluninni á afslætti
 • Pilsin eru ekki til og eru í skoðun.

Barnaskólaföt

 • Lopapeysurnar eru til í öllum stærðum fyrir barnaskólabörn
 • Stuttermabolir eru til í rauðu og bláu í öllum stærðum, 128 – 164 í bláu og rauðu
 • Langermabolir eru í rauðu og bláu eru til í stærðum nema stærstu (158-164) og væntanlegir í þær stærðir sem upp á vantar
 • Fjórar gerðir af buxum eru fáanlegar: leggings, jogging buxur, þykkar leggings og Harembuxum.
 • Flíspeysurnar eru að hætta hjá okkur en hægt að ná sér í síðustu eintök í vefversluninni á afslætti

Allar nánari upplýsingar um vörur og verð er að finna inn á vefverslun Hjallastefnunnar

https://vefverslun.hjalli.is/