Hjallastefnuleikskólinn Bergheimar í Þorlákshöfn auglýsir eftir starfsfólki

Hjallastefnu leikskólinn Bergheimar í Þorlákshöfn leitar að öflugu starfsfólki til starfa í 100% stöðu.

Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.

Hæfniskröfur
Lipurð, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

Leikskólinn Bergheimar leitar að auki eftir duglegum, jákvæðum og drífandi einstakling sem til er í að vinna frá kl.15:00 – 17:00 alla virka daga á skilavakt.

Hafir þú áhuga á að sækja um, sendu umsókn og ferilskrá á netfangið bergheimar@hjalli.is en umsóknarfrestur er til og með 15.desember 2021
Allar nánari upplýsingar veitir Bjarney Björnsdóttir, leikskólastýra Bergheima á netfanginu bergheimar@hjalli.is