Jólakveðja

Við lok þessa viðburðaríka árs stendur uppúr óendanlegt þakklæti fyrir starfsfólkið okkar í öllum leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar. Þá erum við ekki síður þakklát foreldrum, aðstandendum og Hjallastefnusamfélaginu öllu fyrir að treysta okkur fyrir börnunum sínum, fyrir að sína sveigjanleika og kærleik á árinu. Í ár hefur það sýnt sig sem aldrei fyrr það gríðarlega mikilvæga starf sem unnið er í skólum. Á þessum tímum líkt og áður hafa kennarar og annað starfsfólk skólanna staðið í framlínunni og reynst börnum og barnafjölskyldum festa og griðastaður.

Hjallastefnan sem uppeldis- og menntastefna lítur á það sem samfélagslega ábyrgð sína að skapa góða skóla fyrir börn, skóla sem auðga samfélagið og styðja þar með við fjölskyldur. Enginn er eyland og það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Góð samskipti, innihaldsríkar samverur, einlægni og kærleikur er það sem gefur lífinu gildi.

Á þessu ári stækkaði Hjallastefnusamfélagið og bættist leikskólinn Bergheimar í Þorlákshöfn í hópinn. Við fögnum þessar frábæru viðbót, þökkum traustið og hlökkum til samvinnunnar.

Að lokum þá óskum við ykkur gleðilegra jóla og megi jólahátíðin færa ykkur kærleika og ró í faðmi þeirra sem við elskum. Við erum þakklát fyrir samfylgdina á árinu.

Hlýjar jólakveðjur,

Hjallastefnan