Kokkamessa haldin í febrúar

Matarstefna Hjallastefnunnar er heilsustefna.

Hjá Hjallastefnunni bjóðum við upp á fjölbreytt og hollt fæði sem mætir orkuþörfum barnanna. Við leitumst við að nota hreinar og ferskar matvörur sem búnar eru til frá grunni.

Í byrjun febrúar héldum við kokkamessu fyrir alla matráða Hjallastefnunnar til að auka fjölbreytni og hollustu í valkostum í morgunverði og millimáli.

Heilsumarkþjálfarnir Margrét Leifs og Oddrún stjórnuðu messunni sem tókst frábærlega.

Hér má sjá dásamlega avókado skál sem er tilvalin í morgunmat.

Avokadó skál
(Gerir 1 lítra)

2dl frosin mangó
2dl frosin ber
1 lítið avókadó
8 msk morgunmix
2msk möndlusmjör
1 mjúk daðla
5 dl vatn

Setjið allt í blandara og blandið vel. Geymist í loftþéttum umbúðum í 2 sólahringa.

Hellið í skál, skreytið með t.d. múslí, kókosflögum, hampfræjum, kiwi, jarðaber eða banana.