Kynjafræðinemi í heimsókn

Bandaríski kynjafræðineminn Jillian Todd kom í heimsókn á Laufásborg í dag en hún mun rannsaka Hjallastefnuna ásamt samanburðaskólum á Íslandi næstu tvær vikurnar.

Jillian er að læra kven- og kynjafræði í New York og hefur mikinn áhuga á því að læra meira um Hjallastefnuna og hvernig hægt er að stuðla að jafnrétti kynjanna í leikskólum.

Það er alltaf gaman að fá flott fólk sem brennur fyrir jafnrétti kynjanna í heimsókn til okkar!