Kynntu þér starf barnaskóla Hjallastefnunnar

Hjallastefnan starfrekur þrjá barnaskóla á höfuðborgarsvæðinu; Barnaskólann í Reykjavík, Barnaskólann í Hafnarfirði og Barnaskólann í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 5–12 ára. Skráning fyrir skólaárið 2021 er hafið og má fræðast um skólana þrjá í útgefnum bæklingum skólanna og á heimsíðu þeirra:

Kynningarefni Barnaskólans í Reykjavík,
Heimasíða Barnaskólans í Reykjavík

Kynningarefni Barnaskólans í Garðabæ,
Heimasíða Barnaskólans í Garðabæ

Kynningarefni Barnaskólans í Hafnarfirði,
Heimasíða Barnaskólans í Hafnarfirði

Barnaskólar Hjallastefnunnar byggja á hugmyndafræði stefnunnar þar sem kærleikur og jákvæðni eru alltaf í fyrirrúmi. Hverju barni er mætt og heilsað í upphafi og lok skóladags með nafni, jákvæðni og gleði. Hver skóladagur einkennist af því að allt starfslið skólans notar hvert tækifæri til að sýna hverju barni athygli og kærleika í hlýju viðmóti, snertingu og orðavali.

Sköpun og frumleiki eru áhersluatriði alla daga. Sú kennsla sem stýrist af námsbókum er víkjandi og í stað þess fást nemendur við að skapa eigin námsgögn og eigin verkefni. Jafnframt er hvatt til breytinga og sveigjanleika í öllum starfsháttum svo og til heimspekilegra umræðna til að örva forvitni og opið hugarfar barna og brjóta þá hefðbundnu hugarramma sem geta hamlað skapandi hugsun.

Mannréttindi Hjallastefnunnar byggjast á tveimur grundvallarhugtökum, lýðræði og frelsi. Skólinn grundvallar allt starf sitt á lýðræðislegum samskiptum þar sem allir nemendur fá tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt og eigið nám, t.d. með daglegu vali og lýðræðisfundum. Frelsi er annað lykilhugtak í stefnu okkar, nátengt lýðræðishugsjón skólans og grundvallað á hugmyndum Hjallastefnunnar um agaþjálfun. Með jákvæðum aga og rósemd innan og utan veggja skólans, margfaldast möguleikar barna til að njóta frelsis um það hvar þau vinna verkefni sín, hvaða stellingu þau velja sér og hvar þau staðsetja sig í skólanum í frjálsum tímum.

Hugmyndafræði Hjallastefnunnar á grunnskólastigi er í fullum samhljómi við lög um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla.