Leikskólanum Sólborg lokað tímabundið vegna myglu

Leikskólanum Sólborg verður lokað fram á mánudaginn 2. október vegna myglu.

Hjallastefnan og Suðurnesjabær eru og og munu vinna þétt saman og unnið verður af heiðarleika og vandað til verka en því miður þurfti að loka Leikskólanum Sólborg tímabundið vegna myglu.

Verkfræðistofan Mannvit tók sýni úr húsakynnum skólans 30. ágúst og niðurstöðurnar sýna að mygla er á nokkrum stöðum í stærri byggingu leikskólans.

Neyðaropnun er þó í rými Sólborgar sem er myglufrítt, fyrir þá foreldra sem sjá sér ekki fært að vera heima með börnum sínum.

Verið er að vinna í málinu og munu foreldrar allra barna vera vel upplýst en ljóst er þó að börn verði flutt í önnur húsnæði í sveitarfélaginu og er sú vinna þegar hafin.

Sjá nánar frétt

https://www.ruv.is/frett/2022/09/28/solborg-lokad-fram-a-manudag-vegna-myglu