Leikskólinn Hjalli lokaður í dag vegna Covid 19 smits

Leikskólinn Hjalli í Hafnafirði er lokaður í dag, föstudaginn 2. október en kennari hefur greinst með kórónuveiruna. Börn á einum af átta kjörnum leikskólans eru komin í úrvinnslusóttkví en tekin var ákvörðun að loka öllum skólanum til að ná utan um smitrakningu sem og að sótthreinsa alla bygginguna.

Stjórnendur leikskólans verða í nánu sambandi við foreldra og upplýsa um næstu skref sem og góðri samvinnu við smitrakningarteymið.