Leikskólinn Hnoðraholt

Leikskólinn Hnoðraholt í Garðabæ er lokaður í dag og á morgun vegna staðfests smits Nóró veiru. Allir foreldrar og forráðamenn hafa verið upplýstir.

Leikskólinn opnar aftur mánudaginn 22. febrúar eftir að hafa verið hreinsaður af fagfólki til að hefta frekari útbreiðslu á veirunni.