Leiruppskrift

Hjallastefnuleir einföld og góð uppskrift sem allir geta gert saman.

Leir er mikið notaður í Hjallastefnunni og búum við hann til saman í skólanum. Með leirnum er meginmálið að styrkja gripið, þ.e. hendurnar sjálfar þar sem sterkt grip er undirstaða allrar færni sem krefst notkunar handanna, bæði tangargripsins sem notast við að skrifa svo og færni í að meðhöndla alla hluti.

Það sem til þarf:
– 2 bollar hveiti
– 1 bolli salt
– 1 bolli vatn
(volgt ef barnið hnoðar en annars eins heitt og þú þolir)
– 3 msk. matarolía

Öllu er blandað í skál og hnoðað í höndunum eða hrært með sleif. Þegar blandan er orðin nokkuð þétt er gott að hnoða á borði og bæta hveiti við ef blandan er blaut eða klístruð. Sé litur settur í eftir að leirinn er tilbúinn verður hann oft mjög ævintýralegur. Leirinn skal geyma í loftþéttum umbúðum eða í vel lokuðum plastpoka á meðan hann er ekki í notkun því hann þornar fljótt.

Góða skemmtun