Lestrarárangur drengja hjá Hjallastefnunni

„Við nálg­umst þarf­ir stúlkna og drengja á ákveðinn hátt. Vissu­lega er kynja­breyt­an ekki það eina sem skipt­ir máli en hún er samt sem áður tæki sem við horf­um til og not­um,“ seg­ir Hild­ur Sæ­björg Jóns­dótt­ir, skóla­stýra Barna­skól­ans í Hafnar­f­irði í viðtali við mbl.is á dögunum.

Nýleg gögn benda til þess að kynin standa jöfnum fæti þegar kemur að lestri í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Hildur ræddi aðferðir og nálgun Hjallastefnunnar í síðdegisútvarpi Rásar 2, en viðtalið hefst á mínútu 19:44.

Hildur var einnig gestur í hlaðvarpi Hjallastefnunnar: Hjallastefnan heima í þættinum „Drengir og lestur, stúlkur og stærðfræði“. Kynjaskipting, opinn efniviður, engar frímínútur, ekkert heimanám, hreyfifrelsi um kennslustofuna og lestur í náttúrunni. Eru á meðal þessar kennsluaðferða Hjallastefnunnar sem eru að skila árangri.

Barnaskólinn hefur náð frábærum árangri í lestri en hún segir lykilinn að mæta ólíkum þörfum einstaklinga og kynja. Hún veitir foreldrum góð ráð hvernig megi hugsa út fyrir boxið og virkja áhuga barnanna okkar en gæðastundir fjölskyldunnar skila sér best inn í kennslustofuna.

Hjallastefnan heima er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum: Spotify, Apple podcast og einnig má hlusta á hlaðvarpið í vafra.