Nýir hlaðvarpsþættir – Hjallastefnan heima

Hjallastefnan heima er ætlað að vera stuðningur við barnafjölskyldur og gera fjölskyldulífið og uppeldið ánægjulegra.

Við deilum lykilþáttum í hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem við vitum að virkar vel í öllum aðstæðum. Í þáttunum er rætt við skólastýrur, kennara, foreldra og aðra góða gesti sem veita góð ráð sem nýtast heima fyrir.

Kynntu þér fyrsta þáttinn og mundu að fylgja okkur
#1 Röð, regla og rútína en Jensína Edda Hermannsdóttir ræðir við okkur um mikilvægi röð, reglu og rútínu og hvernig hægt sé að nýta hugmyndafræði Hjallastefnustefnunnar heima fyrir. Jensína er skólastýra á Laufásborg og býr yfir 20 ára reynslu í starfi með börnum. Hún deilir allskyns fróðleik og heilandi skilaboðum til foreldra á þessum krefjandi tímum.
Sömuleiðis heyrum við í framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, en hún segir okkur frá Hjallastefnunni og þeirri ákvörðun að hefja hlaðvarp.
Hlökkum til að halda í þessa vegferð með ykkur um heim hlaðvarpsins

Þátturinn er nú aðgengilegur á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum