Nýr þáttur hlaðvarpsins Hjallastefnan heima er kominn út

Hlaðvarpsþáttur #2 – Kærleiksríkur agi 

Hvernig tökumst við á við erfiðar aðstæður líkt og að kveðja börnin okkar í leikskólanum, búðarferðir, svefntímann og matarvenjur?

Sigrún Gyða Matthíasdóttir, leikskólastýra á Akri og þroskaþjálfi, ræðir lykilþættina í kærleiksríkri aga- og hegðunarkennslu. Sigrún Gyða er alin upp á Laugum í Reykjadal fyrir norðan og finnur hún mikla tengingu við Norðan fólkið í Game of Thrones. Hún hefur verið viðloðandi Hjallastefnunni frá 13 ára aldri og hefur mikla reynslu af starfi innan Hjallastefnunnar sem hópstjóri og stjórnandi. Auk þess að sinna krílunum daglega stundar Sigrún sjósund og kanínubúskap

Hún ræðir ólíka nálgun á stúlkur og drengi og skapgerðirnar þrjár: virknigerðina, tilfinningagerðina og vitsmunagerðina sem hugmyndafræði Hjallastefnunnar byggir á.

Hjallastefnan heima er aðgengilegt á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum