Skákbörn Laufásborgar eru mætt til Rúmeníu.

Skákbörn Laufásborgar eru mætt til Rúmeníu ásamt foreldrum sínum og kennurum þar sem þau keppa nú á Evrópumeistaramóti í skólaskák. Laufásborg er eini leikskólinn sem hefur tekið þátt í þessu móti.

Það er 21 þjóð á mótinu, fólkið svo yndislegt og í dag sagði einn faðir “YOU ARE THE HAPPY TEAM”. Já eitt af okkar markmiðum er leikgleði.
Liðið okkar er komið með 10 vinninga sem er frábært. Við æfum – teflum – leikum.

Hér má heyra viðtal við Jensínu Hermannsdóttur, skólastjóra Laufásborgar í síðdegisútvarpinu um daginn.

Takk öll sem eitt fyrir að fylgjast með það er ómetanlegt.