Skákbörn Laufásborgar

Hamingjuóskir til ungra snillinga. Skákbörn frá leikskólanum Laufásborg hnepptu 3. sæti á Íslandsmóti Barnaskólasveita í skák í 1.-3. bekk. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólasveit vinnur til verðlauna á mótinu en alls kepptu 17 sveitir. Þessi vaska sveit Laufásborgar stefnir svo ótrauð á Evrópumeistaramót á Grikklandi í apríl.

Eru þau frábær eða FRÁBÆR

Hér má fylgjast með ferðalagi Skákbarna Laufásborgar á Facebook
https://www.facebook.com/Sk%C3%A1kb%C3%B6rn-Lauf%C3%A1sborgar-794297660943798/
Frétt á RÚV
https://www.ruv.is/frett/2022/03/12/leikskolaskakmeistarar-aefa-fyrir-evropumot-i-skolaskak