Skólastýru ferð á Húsavík: Vakning hins kvenlega máttar!

Skólastýrur allra 17 skóla Hjallastefnunnar og stjórnendur komu saman í sælunni á Húsavík og sóttu vinnustofuna „Finndu mátt þinn og raungerðu sýn þína: Tímamótavinnustofa til vakningar kvenna“ undir handleiðslu Ingibjargar Stefánsdóttur.

„Þessi vinnustofa er boð til þín að hefja ferðalagið þitt á því að líta á þessa stund sem þú standir á krossgötum. Ein leiðin mun leiða þig að sömu gömlu mynstrunum en önnur leiðir þig að nýrri gerð af sköpunargáfu, umhyggju og framlagi sem fer fram úr þínum björtustu vonum.”

Í kjölfar vinnustofunnar var gengið Jökulsárgljúfur með tilheyrandi kjarkæfingum og söngfundum. Jógakennararnir Ingibjörg og Klara leiddu hópinn í slökun, hugleiðslu, jóga, möntrur og athafnir sem styrku okkar kvenleiðtoga og systramátt