Stjórn Hjallastefnunnar

Ný stjórn Hjallastefnunnar var kosin á aðalfundi í apríl en hana skipa: Helga Jónsdóttir lögfræðingur, áður ráðuneytisstjóri, borgarritari, bæjarstjóri og stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Helga er stjórnarformaður félagsins en meðstjórnendur eru Guðmundur Kristjánsson forstjóri og útgerðarmaður, stjórnarformaður Tækniskólans og áður í stjórn Hjallastefnunnar. Margrét Pála Ólafsdóttir velunnari barna og betri heims, kennari og áður framkvæmdastjóri og skólastjóri, stofnandi og áður formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla, stofnandi og áður stjórnarkona í Samtökum sjálfstætt starfandi skóla og í stjórn Hjallastefnunnar sl. fjögur ár. Matthías Matthíasson sálfræðingur og kennari, áður kerfisstjóri KHÍ og síðar Hjallastefnunnar, höfundur að leikskólakerfunum Stjórnandinn og Karellen. 

Fundargerðir stjórnar Hjallastefnunnar frá maí 2021 verða framvegis aðgengilegar á heimasíðu Hjallastefnunnar ásamt starfsreglum stjórnar en þær má kynna sér nánar hér: https://www.hjalli.is/stjorn/

Stjórn hefur gengið frá ráðningu á framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar, Bóasi Hallgrímssyni, en Katrín Dóra Þorsteinsdóttir kom inn sem tímabundinn framkvæmdastjóri í febrúar s.l.  Bóas hefur starfað lengi innan Hjallastefnunnar, m.a. í leikskólanum Akri og Hjalla og í Barnaskólanum á Vífilsstöðum. Bóas er með meistaragráðu í viðskiptafræði með áherslu á frumkvöðlafræði og að auki meistaragráðu í menntunarfélagsfræðum. Bóas hefur störf hjá Hjallastefnunni 1. júlí nk. með því að stýra stefnumótunarvinnu, sem er framundan. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra af Katrínu Dóru 1. október nk. Hjallastefnan býður Bóas innilega velkominn til starfa.