Tveir leikskólar ekki opnir í dag

Í dag, 12 mars, eru tveir leikskólar Hjallastefnunnar ekki opnir.

Leikskólanum Akri á Reykjanesi er lokað í dag fram yfir helgi vegna staðfests smits Nóró veiru.  Ákvörðunin var tekin í samráði við bæjaryfirvöld og lækna og verður skólinn nú hreinsaður af fagfólki til að hefta frekari útbreiðslu en leikskólinn opnar að nýju mánudaginn 16. mars.

„Í ljósi aðstæðna ætluðum við ekki að taka neina sénsa á að hér fari smit að breiðast út. Það er að ganga bæði niðurgangur og uppköst í Reykjanesbæ og mörg börn hafa verið veik þannig við ætlum að loka núna og skólinn verður tekinn alveg fyrir og allir verða heima að jafna sig. “ sagði Sigrún Gyða Matthíasdóttir, leikskólastýra á Akri.

Leikskólanum Laufásborg var lokað vegna vegna máls  sem tengist Covid-19 veirunni en gripið var til þessara varáðunarráðstafanna í samráði við yfirvöld.

Jensína Edda Hermannsdóttir, leikskólastýra á Laufásborg, segir að þetta sé varúðarráðstöfun og að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við yfirvöld. Hún segir að búið sé að láta foreldra vita, og að þeir hafi sýnt málinu mikinn skilning. Jensína segir að málið sé á frumstigi, verið sé að meta stöðuna og óljóst sé hversu lengi leikskólinn verði lokaður.