Hvar sæki ég um leikskólapláss?

Hvar sæki ég um leikskólapláss?

 

Heppilegasta leiðin til þess að sækja um leikskólapláss er sú að senda póst á leikskólastjórann í þeim leikskóla sem þú hefur í hyggju að senda barn þitt á. Sveitafélögin á Íslandi eru með mismunandi skráningarkerfi og því er heppilegast að skólastjórar í hverjum skóla veiti leiðsögn og ráðleggingar. Leikskólastjórar Hjallastefnunnar eru ávallt reiðubúnir til þess að veita liðsinni, svara spurningum og deila upplýsingum.