Rannsóknir á Hjallastefnustarfi

Mikið er ávallt spurt um árangur af starfi leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar, sérstaklega eftir að námi í Hjallastefnuskólum lýkur. Markmið Hjallastefnunnar er yfirlýst að skapa börnum sem bestar aðstæður miðað við hugmyndafræði stefnunnar og litið svo á að árangur barna síðar í skólagöngunni ráðist mest af þeim skóla sem þau dvelja í hverju sinni. Þar af leiðandi hefur mikið verið lagt upp úr ánægjukönnunum í Hjallastefnuskólunum, bæði hjá börnum og foreldrum og eins er fylgst vel með námsárangri hvers barns. Innra mat er mjög virkt í hverjum skóla með skráningum og annarri gagnasöfnun sem er aðgengilegt til skoðunar hvenær sem er.

Þónokkrar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á Hjallastefnunni, mun fleiri en á öðrum skólastefnum sem starfað er eftir í leik- og grunnskólum landsins. Til þeirra er vísað hér á eftir og hafa þær ávallt styrkt stefnuna. Að einhverju leyti hafa þær bent til að ekki sé um mikinn mun að ræða milli Hjallastefnubarna og samanburðarhópa en á mörgum sviðum hefur marktækur munur fundist og virðist hann ávallt vera börnum frá Hjallastefnuskólum í hag. Þar má nefna að námsárangur fyrrum Hjallastefnubarna mælist betri í öllum fögum, samræmd próf sýna betri útkomu drengja í kynjaskipta starfinu okkar, hugmyndir okkar barna um kynhlutverk mælast opnari og óbundnari en annarra barna, sjálfsmynd virðist að einhverju leyti sterkari, einelti mælist síður í grunnskólunum okkar, leikskólarnir okkar mælast hljóðlátari með minni kvörtunum um streitu og hávaða en aðrir leikskólar og loks er meiri ánægja hjá foreldrum með Hjallastefnuskóla heldur en samanburðarskóla.

Ýmsar rannsóknir

Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi, 2014-2016  Meðal annars kom fram: Námsárangur nemenda sem áður voru í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum (BSK) og eru nú í unglingadeild í Garðabæ, þau eru með nokkuð hærri meðaleinkunnir samanborið við nemendur sem komu úr öðrum skólum Garðabæjar og þeir töldu sig jafnvel undirbúna fyrir nám í unglingadeild og jafnaldrar þeirra. Þegar litið er til fyrrum nemenda í Hjallastefnuskólum var ekki tölfræðilega greinanlegur munur á viðhorfum þeirra til náms í samanburði við jafnaldra en mælingar tengdar innri áhugahvöt nemenda, verklagi og viðhorfi til verkefnavinnu, sýndu að fyrrum nemendur BSK komu alls staðar betur út en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hærra hlutfall drengja sem áður voru í BSK sem hafa mikla trú á eigin námsgetu. Stúlkur sem eru fyrrum nemendur í BSK sýndu almennt betri námsárangur en drengir frá BSK en trú þeirra á eigin námsgetu var minni en þeirra drengja sem áður gengu í Hjallastefnuskóla. Þrátt fyrir betri námsárangur, mældist bóklestur og áhugi á bóklestri minni hjá þeim heldur en hjá samanburðarhópnum. Fyrrum Hjallatefnubörn mældust með meiri fjölskyldutengsl og meiri fjölskyldustuðning en hjá samanburðarhópnum og ánægja foreldra með Hjallastefnuskóla var mun meiri en með almenna skóla. Viðhorf fyrrum Hjallastefnubarna var jákvæðara og óbundnara varðandi kynhlutverk og jafnrétti og þau mældust sterkari á þáttum er tengjast félagsauði.

Sjá rannsóknina í heild sinni hér.

Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir

Rannsókn á hávaða í leikskólum sem og á líðan kennara hvað varðar hávaða og streitu. Í samanburði við aðra leikskóla í sama sveitarfélagi reyndist minni hávaði í Hjallastefnuskóla en öðrum leikskólum og hávaði sem einstakir starfsmenn urðu fyrir mældist mun lægri hjá Hjallastefnunni. Hvað varðar raddheilsu, er hún bágborin hjá öllum leikskólakennurum, hvar sem þeir starfa og hið sama gildir um heyrnarskerðingu.

Sjá rannsóknina í heild sinni hér.

Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir

Með þessari könnun gafst tækifæri til að kortleggja hvernig leikskólakennarar upplifa hávaða og í hvaða mæli. Einnig gafst tækifæri til þess að skoða hvort einhver munur væri á svörum frá kennurum Hjallastefnunnar og kennurum almennra leikskóla en Hjallastefnan leggur aðrar áherslur inn í sitt leikskólastarf sem hugsanlega geta endurspeglast í áliti starfsmanna á sínu vinnuumhverfi.

Sjá rannsóknina í heild sinni hér.

Hrönn Árnadóttir 2014. Háskólinn í Reykjavík.

Meðal annars má nefna: Betri námsárangur Hjallastefnubarna, meiri samvera þeirra með fjölskyldunni og meiri stuðningur frá henni, minni stríðni og árásir í skólanum en einhverjir þættir í félagslegum styrk mældust þó sterkari hjá samanburðarhópnum. Höfundur bendir á þann veikleika í rannsókninni að aðeins 111 Hjallastefnubörn voru í rannsókninni en 2.124 voru í samanburðarhópi sem dregur úr vægi niðurstaðnanna og hinn marktæki munur var lítill.

Sjá rannsóknina í heild sinni hér.

Hefur kynjaskipt leikskólastarf áhrif á færni, líðan og viðhorf stúlkna og drengja þegar í grunnskóla er komið?

Margrét Pála Ólafsdóttir – M.Ed. rannsókn 2000

Lítill munur reyndist á Hjallabörnum og öðrum börnum. Samkvæmt mati kennara mældist þó almenn sjálfsvirðing og námsgeta meiri hjá eldri Hjallabörnum en samanburðarbörnum og Hjallabörn voru talin öruggari í samskiptum við börn af gagnstæðu kyni. Auk þess kusu Hjalladrengir öðrum fremur að leika og starfa með öðrum piltum. Munur var fyrir hendi milli stúlkna og drengja þegar svör þeirra voru skoðuð óháð fyrrum leikskólagöngu. Á heildina litið var útkoma stúlkna hærri en drengja að sjálfsmynd undanskilinni en þar var meðaltal drengja hærra. Ánægja foreldra var mun meiri hjá foreldrum fyrrum Hjallabarna en í samanburðarhópnum með leikskólagönguna og undirbúning barna þeirra fyrir grunnskólann.

Sjá rannsóknina í heild sinni hér.

Elísabet Auður Torp, Fríða Proppé, Vala Ágústa Káradóttir – 2006

Eigindleg rannsókn með viðtölum við þrjár fyrrum Hjallastúlkur sem ungar konur. Þær búa yfir mikilli sjálfsvirðingu og trú á eigin getu, einnig voru viðhorf þeirra til stráka jákvæð og þær virtust óhræddar við að taka að sér hefðbundin „karlmannsverk“.

Sjá rannsóknina í heild sinni hér. 

Lilja S. Sigurðardóttir – úr BA ritgerð 2006

 

Samanburður á ytri kennslufræðilegum þáttum skólastarfs Hjallastefnunnar og hefðbundinni kennslufræði í skipulagi. Þar kom fram að Hjallastefnan starfar meira í anda opna skólans svonefnda og mikill munur á fyrirkomulagi kennslu, umhverfi og búnaði milli Hjallastefnuskóla og hefðbundinnar kennslufræði auk munar hvað varðar tækifæri til frjálsra leikja og valfrelsins. Kynjaskiptingin er einnig sá þáttur sem greinir Hjallastefnuskóla frá hefðbundinni kennslufræði.

Sjá rannsóknina hér.

Helga María Finnbjörnsdóttir gerði einnig rannsókn á leiðtogafærni fyrrum nemenda Hjallastefnunnar, hennar rannsókn lauk 2014.

Sjá rannsóknina í heild sinni hér. 

Fyrirlestrar

Greinar og viðtöl

Grein eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur, birtist upphaflega í Skímu, riti móðurmálskennara, 2005, 28.árg, 1.tbl, bls. 25-30.

Lesa greinina hér.

Grein eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur,  25. janúar 1996.
Skrifað fyrir Menningahandbókina í Reykjavík.

Lesa greinina hér.

 

Stutt yfirlit eftir Lilju S. Sigurðardóttur.

Lesa greinina hér.

Grein eftir Lilju S. Sigurðardóttur

Lesa greinina hér.

Grein eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur, birt í tímariti útgáfunnar  „Leiðarljóss“ 1998.

Lesa greinina hér.

Grein eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur, birtist upphaflega í Athöfn, tímariti leikskólakennara, 1995.

Lesa greinina hér.