Jafnlaunastefna

Jafnrétti er eitt af grunngildunum  Hjallastefnunnar og því er það forgangsatriði í því að framfylgja stefnunni að tryggja að starfsfólki séu greidd jöfn laun og að það njóti sambærilegra kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Hjallastefnan leggur metnað sinn í að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur og karlar njóta jafnra tækifæra til starfa og starfsþróunar.

Jafnlaunastefna þessi er á ábyrgð framkvæmdastýru Hjallastefnunnar en gæða-, fjármála- og þróunarstýra sjá um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi jafnlaunastefnunnar.

Hjallastefnan hefur skjalfest og innleitt  jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST85:2012 staðalsins og skuldbindur sig til þess að viðhalda því með stöðugum umbótum.   Í þeim tilgangi hefur verið skilgreint verklag um ákvörðun launa sem á að tryggja að starfsfólk fái greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Það er markmið Hjallastefnunnar að kynbundin launamunur sé ekki til staðar hjá fyrirtækinu. Óútskýrður launamunur samkvæmt niðurstöðum árlegra launagreininga skal því ekki greinast (töluleg markmið 0 – 0,5%).

Hjallastefnan skuldbindur sig til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna og hefur í þeim tilgangi skilgreint eftirfarandi aðgerðir:

Uppfært 20.05.2021
2021.Jafnlaunastefna Hjallastefnunnar.v03

 

Jafnréttisstefna Hjallastefnunnar

Allt starf í Hjallastefnunni snýr að jafnrétti með einum eða öðrum hætti, en Hjallastefnan var upphaflega stofnuð til að stuðla að auknu jafnrétti og lýðræði í samfélaginu. Það má með sanni segja að Hjallastefnan sé í eðli sínu jafnréttisstefna.

Í Hjallastefnunni er heilbrigð og sterk menning og starfsfólk skynjar að það tilheyri samfélagi þar sem borin er virðing fyrir öllum. Börnin eru það mikilvægasta í starfi Hjallastefnunnar og starfsfólk nálgast hvert barn með kærleika og hlýju.

Daglegt starf er útfært í meginreglum og kynjanámskrá skólanna sem eru birtingarmyndir jafnréttishugsjóna Hjallastefnunnar. Saman myndar þetta tvennt heildræna sýn á starf skólans og sameiginleg hlutverk, gildi og markmið sem stuðla að djúpri jafnréttishugsun sem er megin þema í daglegri ástundun starfsfólks í starfinu, þjálfun og samtali. Með kynjanámskrá er gagnkvæmur skilningur allra á mikilvægi vellíðan og jafnréttis hjá Hjallastefnunni tryggður, en meginreglurnar eru grundvöllurinn að öllu starfi Hjallastefnunnar.

Með jafnréttisáherslum er stuðlað að því að starfsfólk og börn vinni með styrkleika sína og persónulegan þroska. Styrkleikaþjálfun nær bæði til ólíkra færni kynjanna í einstaklings- sem og félagsfærni. Hjallastefnan skapar því umhverfi sem styður heilbrigða og sterka menningu byggða á þekkingu á birtingarmynd kynjanna sem er aftur einnig fylgt eftir í stjórnun á öllum stigum. Þannig vinnur Hjallastefnan að því  að valdefla konur og kvennastörf sem og að auka fjölbreytni í skólastarfi

Menning Hjallastefnunnar með jafnréttissjónarmið sem lykilviðmið miðar að því að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan og stöðugt betri. Jafnrétti stuðlar að trausti, öryggi og góðri framkomu við alla. Skólar Hjallastefnunnar eru eftirsóknarverðir vinnustaðir, bæði fyrir börn og starfsfólk og hluti af menningunni er meitluð í orðanotkun sem birtist í virðingu og samskiptum starfsfólks á milli, í samskiptum við börn og þeirra á milli.

Til að viðhalda menningunni er mikill metnaður lagður í að þjálfa starfsfólk í aðferðum, nálgun og notkun á meginreglum og kynjanámskrá. Þannig er tryggt að allt starfsfólk Hjallastefnunnar tileinki sér djúpa jafnréttishugsun. Til að ítra jafnrétti í starfinu eru notaðar lotur yfir skólaárið sem allar hafa sterka snertifleti við jafnrétti meðal barna og starfsfólks. Í þjálfun og starfi er m.a. kennt að greina þær skekkjur sem eru til staðar í samfélaginu sem og í samskiptum og ákvörðunum. Þættir sem eru hluti af aldagamalli hefð og venjum sem er rótgróið í samfélaginu og Hjallastefnunni er ætlað að uppræta.

Hjallastefnan sem jafnréttisstefna felur í sér að umhverfið stuðlar að því að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það á við kynin, ólíka eiginleika fólks, ólíka kynþætti, trúarbrögð og ólíka búsetu. Aðrar bakgrunnsbreytur sem eru þekktar og vísa til reynslu, menntunar, ábyrgðar og hæfi útskýra mun á launum. Aðrir þættir hafa ekki áhrif á laun og kjör. Óútskýrður launamunur verður ekki liðinn innan Hjallastefnunnar.

Með meginreglum og kynjanámskrá er jafnréttislögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 150/2020 framfylgt. Þar segir að fyrirtæki og stofnanir, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn, skulu setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti karla og kvenna í starfsmannastefnu sinni. Á grundvelli jafnréttislaganna er í gildi jafnréttisstefna og framkvæmdaráætlun jafnréttismála hjá Hjallastefnunni sem er endurskoðuð eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.

Birtingarmynd á hugsjónum Hjallastefnunnar um jafnrétti er í forgrunni í öllu skólastarfinu en unnið er eftir jafnréttisáætlun um áherslur Jafnréttisstefnu fyrir árið 2020 – 2022:

1.Launajafnrétti – Jöfn laun fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf óháð kyni. 

Hjallastefnan greiðir jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Laun starfsfólks Hjallastefnunnar eru greidd samkvæmt kjarasamningum. Þeir stjórnendur Hjallastefnunnar sem hafa áhrif á og hafa eftirlit með réttri launasetningu er tryggð viðeigandi þjálfun. Óútskýrður launamunur verður ekki  liðinn innan Hjallastefnunnar þar með tryggt að 19. grein jafnréttislaga sé virt.

2. Jafnvægi og samræming milli vinnu og einkalífs

Hjallastefnan leggur áherslu á að starfsfólk njóti sveigjanleika í starfi þannig að þeir geti óháð kyni og aðstæðum axlað ábyrgð á fjölskyldu sinni og heimili samhliða starfi sínu. Í því felst að starfsfólk óháð kyni nýti sér rétt til fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna. Starfsfólki Hjallastefnunnar er auðveldað að koma aftur til starfa eftir veikindi, fæðingar- eða foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna. Skipulag skólakerfisins er lagað að þörfum fjölskyldu- og atvinnulífs og samningar á vinnumarkaði virtir sem kveða á um styttri og sveigjanlegri vinnutíma til að gera fólki kleift að samræma þarfir einkalífsins og atvinnu. Jafnframt hefur Hjallastefnan frá árinu 2019 farið í vinnutímastyttingu um klukkustund á dag fyrir allt starfsfólk leikskóla, að ákveðnum uppfylltum skilyrðum.

3. Misrétti, einelti, ofbeldi og/eða áreitni

Með meginreglum Hjallastefnunnar eru samskipti kortlögð og þess gætt að starfsfólki sé ekki mismunað hvorki á grundvelli kynferðis eða annara atriða. Til að fyrirbyggja og bregðast við einelti, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi og/eða áreiti er unnið út frá aðgerðaráætlunum. Undantekningarlaust skal brugðist við kynbundnu misrétti, ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni enda slíkt ekki liðið og stefna skólans er að útrýma slíku.

4. Kynjasamþætting

Á hverjum degi er unnið markvisst að jafnrétti, það hefur bein áhrif á starfsfólk og meðvitund um þá ósýnilegu þætti sem mörgum eru huldir. Unnið er með menningu drengja og stúlkna sem starfsfólk heimfærir yfir á eigin veruleika. Starfsfólk er upplýst um samþættingu jafnréttissjónarmiða Hjallastefnunnar við meginstarfsemina og markmið í jafnréttismálum. Allt vinnusambandið einkennist af áherslum í jafnréttismálum.

5. Eftirfylgni og endurskoðun

Hjallastefnan leggur áherslu á umbótastarf þannig að hægt sé að fá leiðbeinandi upplýsingar um skólamenningu, skólabrag, líðan barna í skólanum, upplifun foreldra og hvernig unnið er að markmiðum í skólastarfinu. Fjölbreyttar matsaðferðir eru nýttar til að afla þessara upplýsinga en niðurstöður eru notaðar til uppbyggingar og leiðsagnar í skólastarfinu. Margir þættir spila saman til að tryggja fullkomið jafnrétti á vinnustað en með stöðugu umbótastarfi út frá skýrum meginreglum og kynjanámskrá er hægt að ná markmiðinu um jafnrétti fyrir alla.

Áhersla er lögð á að allt starfsfólk virði jafnréttisstefnuna og starfi í anda hennar. Jafnréttisstefnan skal yfirfarin, uppfærð ef þörf er á, samþykkt og kynnt öllum hagsmunaaðilum eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Jafnréttisstefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu Hjallastefnunnar.

Reykjavík 10.06.2021

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, framkvæmdastýra Hjallastefnunnar

Uppfært 10.06.2021
2021.Jafnréttistefna Hjallstefnunnar.v03

Hér má kynna sér Jafnréttisáætlun Hjallastefnunnar
2021.Jafnréttisáætlun Hjallastefnunnar.v03

Persónuverndarstefna starfsfólks Hjallastefnunnar

Persónuvernd starfsfólks skiptir Hjallastefnuna miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á innri vefsíðu Hjallastefnunnar og er hún einnig kynnt fyrir starfsfólki Hjallastefnunnar.

Hér má sjá stefnuna í heild sinni:
Persónuverndarstefna Hjallastefnunnar starfsfólk

Upplýsingaöryggisstefna Hjallastefnunnar

Hjallastefnan hagnýtir upplýsingatækni og upplýsingakerfi við varðveislu gagna og miðlun þeirra á sem hagkvæmastan hátt. Upplýsingakerfi Hjallastefnunnar innihalda persónugreinanlegar upplýsingar sem ekki má nota í öðrum tilgangi en vegna starfsemi Hjallastefnunnar og Hjallastefnuskóla. Trúverðugleiki og hagsmunir aðila, sem tengjast málum er upplýsingarnar varða, gætu skaðast ef upplýsingarnar eru ónákvæmar, komast í rangar hendur eða eru ekki aðgengilegar þegar þeirra er þörf.

Afleiðingar þess að fyllsta öryggis sé ekki gætt gætu m.a. orðið eftirfarandi:

Persónugreinanleg gögn s.s. upplýsingar um nemendur, geta komist í hendur óviðkomandi aðila.

Nauðsynleg gögn um nemendur, nemendaferil, einkunnir o.fl. geta glatast.

Upplýsingar um starfssfólk geta komist í hendur óviðkomandi aðila.

Upplýsingar um foreldra og/eða forráðamenn geta komist í hendur óviðkomandi aðila.

Hjallastefnan leggur áherslu á mikilvægi meðferðar upplýsinga og upplýsingakerfa, þ.e.a.s. upplýsingaöryggi í heild sinni. Í allri starfsemi sinni hefur Hjallastefnan því sett sér stefnu og skilgreint formlegt verklag vegna vinnu starfsmanna og þjónustuaðila við gögn og kerfi fyrirtækisins.

Öryggisstefnan nær til umgengni og vistunar allra gagna sem eru í vörslu hjá Hjallastefnunni og skólum fyrirtækisins sem og samstarfs- og þjónustuaðila, hvort sem þær eru á rafrænu formi, prentuðu eða í mæltu máli. Þannig einsetur Hjallastefnan sér að verja upplýsingar gegn innri og ytri ógn hvort sem þær eru vísvitandi eða óviljandi.

Markmið með útfærslu og innleiðingu öryggiskerfis Hjallastefnunnar er að tryggja, ef skaði verður, áframhaldandi rekstur og lágmarka tjón með því að koma í veg fyrir eða lágmarka áhrif af atvikum sem geta truflað rekstur og þjónustu.

Stjórnendur sjá til þess að öryggisstefna Hjallastefnunnar sé endurskoðuð reglulega með formlegum hætti. Við þá endurskoðun er sú hætta sem steðjað getur að þeim upplýsingakerfum sem eru í notkun og innihalda persónuupplýsingar, sem og öðrum kerfum er tengjast þeim, endurmetin. Í kjölfar slíks endurmats og endurskoðunar er öryggisstefnan uppfærð og samþykkt formlega, auk þess sem stefnan og hugsanlegar breytingar á henni eru kynnt starfsfólki og samstarfsaðilum. Því er öryggisstefna Hjallastefnunnar byggð upp með tilliti til trúnaðar og réttleika og tiltækileika gagna.

Trúnaður:

Hjallastefnan mun útfæra öryggiskerfi sín á þann veg að sem minnstar líkur séu á að því að utanaðkomandi aðilar fái aðgang að upplýsingum í heimildarleysi, þ.e. tryggja á sem bestan máta að einungis þeir aðilar sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum.

Réttleiki gagna:

Hjallastefnan vill tryggja að upplýsingar sem skráðar eru hjá fyrirtækinu og skólum þess á hverjum tíma, séu réttar og nákvæmlega skráðar. Að ónákvæmar, villandi, rangar eða úreltar upplýsingar séu leiðréttar, þeim eytt eða við þær aukið þegar slíkt uppgötvast og haldið verði uppi reglubundnu eftirliti í þeim tilgangi.

Aðgengi gagna:

Hjallastefnan vill tryggja að upplýsingar sem skráðar eru í upplýsingakerfum fyrirtækisins séu aðgengilegar, þeim sem hafa heimild til notkunar á kerfunum, þegar þeirra er þörf. Jafnframt að kerfi og gögn sem kunna að eyðileggjast sé hægt að endurheimta með hjálp neyðaráætlunar og afrita sem geymd eru á öruggum stað. Til að uppfylla trúnað, réttleika og tiltækileika gagna tryggir Hjallastefnan að aðgangsheimildum notenda sé stýrt á formlegan og rekjanlegan hátt m.a. til að komast hjá sviksemi.

Hjallastefnan hefur skilgreint almenna öryggisþætti sem skýra ábyrgð aðila, markmið og tilgang stefnunnar sem og umfang hennar. Að auki hefur fyrirtækið skilgreint öryggisreglur og sértæka öryggisþætti er lýsa nánar þeim öryggiskröfum sem Hjallastefnan hyggst mæta í öllum rekstri sínum. Þær sértæku öryggiskröfur ná m.a. til neðangreindra þátta:

Neyðarstjórnun og öryggisfrávik

Staðlar, lög og reglugerðir

Hugbúnaður

Skipulagning og samþykki kerfa

Útvistun

Trúnaðarheit

Meðferð búnaðar

Aðgangsöryggi

Gagnaöryggi – leynd og réttleiki gagna

Vernd gegn spillihugbúnaði

Neyðaráætlanir

Rekstraröryggi

Viðbrögð við öryggisfrávikum

Verklagsreglur

Fræðsla

Snjallsímar og spjaldtölvur

Förgun búnaðar og miðla

Handbók um öryggismál

Endurskoðun, áhættumat og innra eftirlit

Öryggisstefna verður endurskoðuð reglulega með formlegum hætti. Endurmeta skal þá hættu sem steðjað getur að þeim upplýsingakerfum sem eru í notkun hjá fyrirtækinu og innihalda persónuupplýsingar, sem og öðrum kerfum og gagnasöfnum sem tengjast þeim. Í kjölfar slíks endurmats og endurskoðunar skal uppfæra öryggisstefnu þessa og samþykkja formlega, auk þess sem stefnan og breytingar sem á henni kunna að vera gerðar, sé kynnt starfsfólki og samstarfsaðilum.

Lög og reglur:

Öryggisstefna þessi tekur mið af lögum og reglugerðum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (sjá lög nr. 90/2018) og af öryggisstaðlinum ÍST 27001:2016. Öryggisstefnan er í fullu samræmi við reglur Persónuverndar nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga.

Starfsmenn sem hafa aðgang að upplýsingum, sem og þeir samstarfsaðilar skólans sem koma að rekstri upplýsingakerfa skólans, skulu hafa aðgang að og þekkja til öryggisstefnu þessarar, ferla, reglna og handbókar um öryggi gagna sem snertir vinnu þeirra.

Um meðferð og viðbrögð við brotum á reglum þessum er vísað til laga sem og verk- og kjarasamninga.

Hér má sjá samninginn 

Launastefna Hjallastefnunnar

Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna sem rekur bæði leik- og grunnskóla á Íslandi. Launastefna Hjallastefnunnar tekur til alls starfsfólks Hjallastefnunnar og er ætlað að styðja við farsælan rekstur þar sem jafnrétti og gagnkvæm virðing fyrir ólíkum störfum og einstaklingum er meginstef.

Framkvæmdastýra Hjallastefnunnar er ábyrgðaraðili launastefnu en gæða, fjármála- og þróunarstýra sjá um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi stefnunnar í umboði framkvæmdastýru.

Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar eru laun greidd samkvæmt kjarasamningum þar sem tekið er mið af þeim kröfum sem starfið gerir um menntun, reynslu og ábyrgð. Þegar starfsmaður hefur lokið níu vikna þjálfunaráætlun hækka laun um einn launaflokk. Starfslýsingar eru til fyrir öll störf þar sem þær kröfur sem starfið gerir um menntun, reynslu og ábyrgð koma fram með skýrum hætti.

Allar launaákvarðanir skulu framkvæmdar samkvæmt verklagi sem lýst er í jafnlaunakerfi Hjallastefnunnar. Þær skulu rökstuddar með tilskildum gögnum vistuð í gæðakerfi Hjallastefnunnar og tryggja skal að þær falli að þeirri meginreglu að hjá Hjallastefnunni eru sömu laun greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

Starfsfólki Hjallastefnunnar er á grundvelli verklagsreglna um jafnlaunakerfi Hjallastefnunnar og ákvæðum laga nr. 150/2020 um jafnlaun, kynntar niðurstöður árlegra launagreininga og jafnlaunaúttekta þegar þær liggja fyrir.

Launastefna skal vera aðgengileg á heimasíðu Hjallastefnunnar.

Uppfært 10.06.2021
2021.Launastefna Hjallastefnunnar.v1.3