Jafnlaunastefna

Jafnrétti er eitt af grunngildunum  Hjallastefnunnar og því er það forgangsatriði í því að framfylgja stefnunni að tryggja að starfsfólki séu greidd jöfn laun og að það njóti sambærilegra kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Hjallastefnan leggur metnað sinn í að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem öll kyn njóta jafnra tækifæra til starfa og starfsþróunar.

Jafnlaunastefna þessi er á ábyrgð framkvæmdastýru Hjallastefnunnar en gæða-, fjármála- og þróunarstýra sjá um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi jafnlaunastefnunnar.

Hjallastefnan hefur skjalfest og innleitt  jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST85:2012 staðalsins og skuldbindur sig til þess að viðhalda því með stöðugum umbótum.   Í þeim tilgangi hefur verið skilgreint verklag um ákvörðun launa sem á að tryggja að starfsfólk fái greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Það er markmið Hjallastefnunnar að kynbundin launamunur sé ekki til staðar hjá fyrirtækinu. Óútskýrður launamunur samkvæmt niðurstöðum árlegra launagreininga skal því ekki greinast (töluleg markmið mælast innan við 1%).

Hjallastefnan skuldbindur sig til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna og hefur í þeim tilgangi skilgreint eftirfarandi aðgerðir:

Jafnlaunastefna Hjallastefnunnar

Launastefna Hjallastefnunnar

Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna sem rekur bæði leik- og grunnskóla á Íslandi. Launastefna Hjallastefnunnar tekur til alls starfsfólks Hjallastefnunnar og er ætlað að styðja við farsælan rekstur þar sem jafnrétti og gagnkvæm virðing fyrir ólíkum störfum og einstaklingum er meginstef.

Framkvæmdastýra Hjallastefnunnar er ábyrgðaraðili launastefnu en gæða, fjármála- og þróunarstýra sjá um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi stefnunnar í umboði framkvæmdastýru.

Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar eru laun greidd samkvæmt kjarasamningum þar sem tekið er mið af þeim kröfum sem starfið gerir um menntun, reynslu og ábyrgð. Þegar starfsmaður hefur lokið níu vikna þjálfunaráætlun eða verið í starfi í þrjá mánuði hækka laun um einn launaflokk. Starfslýsingar eru til fyrir öll störf þar sem þær kröfur sem starfið gerir um menntun, reynslu og ábyrgð koma fram með skýrum hætti.

Allar launaákvarðanir skulu framkvæmdar samkvæmt verklagi sem lýst er í jafnlaunakerfi Hjallastefnunnar. Þær skulu rökstuddar með tilskildum gögnum vistuð í gæðakerfi Hjallastefnunnar og tryggja skal að þær falli að þeirri meginreglu að hjá Hjallastefnunni eru sömu laun greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

Starfsfólki Hjallastefnunnar er á grundvelli verklagsreglna um jafnlaunakerfi Hjallastefnunnar og ákvæðum laga nr. 150/2020 um jafnlaun, kynntar niðurstöður árlegra launagreininga og jafnlaunaúttekta þegar þær liggja fyrir.

Launastefna skal vera aðgengileg á heimasíðu Hjallastefnunnar.

Launastefna Hjallastefnunnar

 

Jafnréttisstefna Hjallastefnunnar

Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna þar sem allt starf snýr að jafnrétti með einum eða öðrum hætti en Hjallastefnan var meðal annars stofnuð til að stuðla að auknu jafnrétti og lýðræði í samfélaginu. Hjallastefnan er í eðli sínu jafnréttisstefna. Í Hjallastefnunni er heilbrigð og sterk menning þar sem markmið er að allt starfsfólk skynji að það tilheyri samfélagi þar sem borin er virðing fyrir öllum.

Daglegt starf er útfært í meginreglum og kynjanámskrá sem eru birtingarmyndir jafnréttishugsjóna Hjallastefnunnar. Saman myndar þetta tvennt heildræna sýn á allt starf og sameiginleg hlutverk, gildi og markmið sem stuðla að djúpri jafnréttishugsun sem er megin þema í daglegri ástundun starfsfólks í starfinu, þjálfun og samtali. Með kynjanámskrá er gagnkvæmur skilningur allra á mikilvægi vellíðan og jafnréttis hjá Hjallastefnunni tryggður, en meginreglurnar eru grundvöllurinn að öllu starfi Hjallastefnunnar.

Með jafnréttisáherslum er stuðlað að því að starfsfólk og börn vinni með styrkleika sína og persónulegan þroska. Styrkleikaþjálfun nær bæði til ólíkrar færni allra kynja í einstaklings- sem og félagsfærni. Hjallastefnan skapar því umhverfi sem styður heilbrigða og sterka menningu byggða á þekkingu á birtingarmynd allra kynja sem er einnig fylgt eftir í stjórnun á öllum stigum.

Til að viðhalda menningunni er metnaður lagður í að þjálfa starfsfólk í aðferðum, nálgun og notkun á meginreglum og kynjanámskrá. Þannig er tryggt að allt starfsfólk Hjallastefnunnar tileinki sér djúpa jafnréttishugsun. Til að ítra jafnrétti í starfinu eru notaðar lotur yfir skólaárið sem allar hafa sterka snerti fleti við jafnrétti. Í þjálfun og starfi er m.a. kennt að greina þær skekkjur sem eru til staðar í samfélaginu sem og í samskiptum og ákvörðunum.

Hjallastefnan sem jafnréttisstefna felur í sér að umhverfið stuðlar að því að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það á við um öll kyn, ólíka eiginleika fólks, ólíka kynþætti, trúarbrögð og ólíka búsetu. Aðrar bakgrunnsbreytur sem eru þekktar og vísa til reynslu, menntunar, ábyrgðar og hæfi útskýra mun á launum. Aðrir þættir hafa ekki áhrif á laun og kjör. Óútskýrður launamunur er ekki liðinn innan Hjallastefnunnar.  Með jafnréttisstefnu, meginreglum og kynjanámskrá er jafnréttislögum um jafna stöðu og jafnan rétt 4. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 fylgt eftir.

Jafnréttisáætlun Hjallastefnunnar

Til að fylgja eftir stefnu Hjallastefnunnar í jafnréttismálum er unnið eftir Jafnréttisáætlun þar sem fram koma markmið, aðgerðir, ábyrgð og tímarammi verkefna til að tryggja jafna stöðu og jöfn tækifæri starfsfólks Hjallastefnunnar, óháð kyni eða annara þátta til að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þessara eða annarra óviðkomandi þátta. Áætlunin tekur til allrar starfsemi Hjallastefnunnar sbr. 4. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Á grundvelli jafnréttislaganna er í gildi Jafnréttisstefna og Jafnréttisáætlun hjá Hjallastefnunni sem er endurskoðuð reglulega, eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.

Framkvæmd og ábyrgð á framgangi jafnréttismála Hjallastefnunnar er hjá framkvæmdastjórum Hjallastefnunnar. Skólastjórnendur bera jafnframt ábyrgð að stefnunni sé framfylgt innan sinna skóla.

Jafnréttisáætlun Hjallastefnunnar

 

Persónuverndarstefna starfsfólks Hjallastefnunnar

Persónuvernd starfsfólks skiptir Hjallastefnuna miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á innri vefsíðu Hjallastefnunnar og er hún einnig kynnt fyrir starfsfólki Hjallastefnunnar.

Hér má sjá stefnuna í heild sinni:
Persónuverndarstefna Hjallastefnunnar starfsfólk

Verklagsregla um uppljóstrun starfsfólks um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi

Reglur um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi Hjallastefnunnar.

  1. Inngangur

Reglur þessar gilda þegar starfsfólk Hjallastefnunnar ehf., Hjallastefnunnar grunnskólar ehf. og Hjallastefnunnar leikskólar ehf. (hér eftir „Hjallastefnan“) greinir frá upplýsingum eða miðlar gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda þeirra.

Markmið reglnanna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi Hjallastefnunnar og þannig dregið úr slíkri háttsemi.

Verklagsregla þessi byggir á og er í samræmi við gildandi lög nr 40/2020 um vernd uppljóstrara

  1. Skilgreiningar

Í reglum þessum merkir:
Innri uppljóstrun: Að starfsmaður greinir frá upplýsingum eða miðli gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda síns til aðila innan fyrirtækisins eða til opinbers eftirlitsaðila.

Ytri uppljóstrun: Að starfsmaður greini frá upplýsingum eða miðli gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda síns til aðila utan fyrirtækisins, til dæmis fjölmiðla. Ytri uppljóstrun er að jafnaði ekki heimil nema innri uppljóstrun hafi fyrst verið reynd til þrautar.

Góð trú: Að starfsmaður hafi góða ástæðu til að telja gögnin eða upplýsingarnar sem miðlað séu réttar, það sé í þágu almennings að miðla þeim og að hann eigi ekki annan kost til að koma í veg fyrir þau brot eða þá háttsemi sem um ræðir.

Ámælisverð háttsemi: Hátterni sem stefnir almannahagsmunum í hættu, til dæmis hátterni sem ógnar heilsu eða öryggi fólks eða umhverfi, án þess að um sé að ræða augljóst brot á lögum eða reglum.

Starfsmaður/starfsfólk: Sá aðili sem hefur aðgang að upplýsingum eða gögnum um starfsemi vinnuveitanda vegna hlutverks síns, þar með talinn ráðinn, settur, skipaður, sjálfstætt starfandi verktaki, stjórnarmaður, starfsnemi, tímabundinn starfsmaður og sjálfboðaliði. Starfsmaður nýtur verndar samkvæmt ákvæðum laga um vernd uppljóstrara, eftir að hlutverki hans lýkur.

Misferlisteymi: Teymi skal vera skipað framkvæmdastjóra (stjórnun og rekstur) og þróunarstjóra Hjallastefnunnar ásamt einum óháðum aðila utan Hjallastefnunnar í þeim tilgangi að taka við tilkynningum um meint misferli og halda utan um meðferð misferlismála og leiða innanhússrannsóknir í samræmi við verklagsregluna.

  1. Innri uppljóstrun

Starfsmönnum Hjallastefnunnar er heimilt og eru eindregið hvattir til að greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi fyrirtækisins til aðila innan þess sem stuðlað getur að því að látið verði af eða brugðist við hinni ólögmætu eða ámælisverðu háttsemi eða til lögregluyfirvalda eða annarra opinberra eftirlitsaðila sem við eiga.

Lögð er áhersla á að haga miðlun upplýsinga og gagna með þeim hætti að móttakandi geti lagt mat á þau og alvarleika háttseminnar, s.s. að helstu upplýsingar komi fram, efni ábendingarinnar sé ljóst, tímabil atburða, hvar atburður átti sér stað og að öðru leyti góð lýsing á málavöxtum.

Starfsmenn eru hvattir til að koma fram undir réttu nafni en engu að síður býður Hjallastefnan upp á nafnlausa leið tilkynninga. Móttakanda upplýsinganna eða gagnanna er skylt að stuðla að því að látið verði af hinni ólögmætu eða ámælisverðu háttsemi eða brugðist á annan hátt við henni.

3.1. Boðleiðir innan Hjallastefnunnar

Miðlun getur meðal annars verið til næsta yfirmanns starfsmanns, skólastýru, framkvæmdastjóra eða stjórnarmanns. Einnig getur starfsfólk miðlað upplýsingum og gögnum í gegnum sérstakt rafrænt tilkynningarsvæði á  heimasíðu Hjallastefnunnar, www.hjalli.is. Tilkynningu er bæði hægt að skila undir nafni eða nafnlaust. Misferlisteymi tekur við tilkynningum sem berast í gáttina. Misferlisteymið kemur málinu í viðeigandi farveg og sér óháði aðili teymisins til þess að einstaklingur sem tilkynningin varðar komi ekki að úrvinnslu þess eða hafi aðgengi að gögnum málsins.

Einungis misferlisteymið skal hafa aðgang að þeim tilkynningum sem berast. Við rannsókn máls getur þó misferlisteymið þurft að taka ákvörðun um að veita öðrum starfsmönnum eða utanaðkomandi sérfræðingum aðgang að einstökum tilkynningum eða afmörkuðum efnisatriðum þeirra og eru þeir þá bundnir sömu þagnarskyldu og misferlisteymið. Slík ákvörðun skal aðeins tekin ef það er talið nauðsynlegt til að ná fram vandaðri og/eða réttri úrlausn.

3.2. Afgreiðsla máls

Mótttakandi máls heldur tilkynnanda upplýstum um móttöku og niðurstöðu máls. Móttakandi skal þó gæta leyndar um persónuupplýsingar sem honum berast um þann sem miðlar upplýsingum eða gögnum nema hinn síðarnefndi veiti afdráttarlaust samþykki sitt fyrir því að leynd sé aflétt. Þó er heimilt að miðla upplýsingum sem lúta þagnarskyldu til eftirlitsstjórnvalda og lögreglu. Þetta gildir þó eingöngu ef sá sem uppljóstrar eða tilkynnir gerir svo undir nafni.

Ferli við afgreiðslu mála er eftirfarandi:

Þegar tilkynning er tekin til skoðunar og úrskurðað er um hvort að um misferli sé að ræða eða ekki getur henni verið hafnað ef:

  1. Ytri uppljóstrun

Ytri uppljóstrun, sbr. 3. gr. laga nr. 40/2020, um vernd uppljóstrara, er þá aðeins heimil hafi innri uppljóstrun, sbr. 2. gr., áður átt sér stað án þess að leitt hafi til fullnægjandi viðbragða og að uppfylltum þeim skilyrðum að starfsmaður teljist í góðri trú og hann hafi réttmæta ástæðu til að ætla að um háttsemi sé að ræða sem getur varðað fangelsisrefsingu.

Starfsmanni sem miðlað hefur upplýsingum eða gögnum innan Hjallastefnunnar skv. 3.1. um innri uppljóstrun er heimilt að miðla umræddum upplýsingum eða gögnum til utanaðkomandi aðila, þar á meðal fjölmiðla.

Slík miðlun telst einnig heimil í algjörum undantekningartilvikum þegar innri uppljóstrun kemur af gildum ástæðum ekki til greina. Skilyrði er að miðlunin teljist í þágu svo brýnna almannahagsmuna að hagsmunir vinnuveitanda eða annarra verða að víkja fyrir hagsmunum af því að upplýsingum sé miðlað til utanaðkomandi aðila, svo sem til að vernda:

  1. Vernd uppljóstrara

Miðlun upplýsinga eða gagna að fullnægðum skilyrðum ákvæða laga um vernd uppljóstrara, telst ekki brot á þagnar- eða trúnaðarskyldu sem starfsmaðurinn er bundinn af samkvæmt lögum eða með öðrum hætti. Slík miðlun leggur hvorki refsi- né skaðabótaábyrgð á viðkomandi og getur ekki leitt til stjórnsýsluviðurlaga eða íþyngjandi úrræða að starfsmannarétti.

Óheimilt er að láta starfsmann sæta óréttlátri meðferð sem miðlað hefur upplýsingum eða gögnum samkvæmt ákvæðum laga um vernd uppljóstrara. Til slíkrar meðferðar telst til dæmis að rýra réttindi, breyta starfsskyldum á íþyngjandi hátt, segja upp samningi, slíta honum eða láta hvern þann sem miðlað hefur gögnum eða upplýsingum gjalda þess á annan hátt.

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.

  1. Fræðsla og forvarnarstarf

Verklagsreglur þessar og leiðbeiningar um hvernig hægt er að koma tilkynningum á framfæri eru aðgengilegar starfsfólki á innra upplýsingasvæði Hjallastefnunnar. Stjórnendur skulu kynna verklagsreglur þessar fyrir starfsmanni við upphafi starfs og halda reglubundnar kynningar fyrir starfsmannahópinn.

Tilkynningar eru skráðar í atvikaskráningarkerfi Hjallastefnunnar. Framkvæmdastjóri (rekstur og stjórnun) fer reglulega yfir skráningar og grípur til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir frekari tilvik með hliðsjón af eðli mála.

  1. Gildistaka og endurskoðun

Reglur þessar eru settar á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga nr. 40/2020, um vernd uppljóstrara og öðlast þegar gildi. Reglurnar skulu endurskoðaðar eins oft og þurfa þykir, þó a.m.k. á þriggja ára fresti.

Samþykkt af framkvæmdastýru (stjórnun og rekstur) Hjallastefnunnar þann 1. nóvember 2023.

Hér má sjá verklagsregluna

Upplýsingaöryggisstefna Hjallastefnunnar

Hjallastefnan hagnýtir upplýsingatækni og upplýsingakerfi við varðveislu gagna og miðlun þeirra á sem hagkvæmastan hátt. Upplýsingakerfi Hjallastefnunnar innihalda persónugreinanlegar upplýsingar sem ekki má nota í öðrum tilgangi en vegna starfsemi Hjallastefnunnar og Hjallastefnuskóla. Trúverðugleiki og hagsmunir aðila, sem tengjast málum er upplýsingarnar varða, gætu skaðast ef upplýsingarnar eru ónákvæmar, komast í rangar hendur eða eru ekki aðgengilegar þegar þeirra er þörf.

Afleiðingar þess að fyllsta öryggis sé ekki gætt gætu m.a. orðið eftirfarandi:

Persónugreinanleg gögn s.s. upplýsingar um nemendur, geta komist í hendur óviðkomandi aðila.

Nauðsynleg gögn um nemendur, nemendaferil, einkunnir o.fl. geta glatast.

Upplýsingar um starfssfólk geta komist í hendur óviðkomandi aðila.

Upplýsingar um foreldra og/eða forráðamenn geta komist í hendur óviðkomandi aðila.

Hjallastefnan leggur áherslu á mikilvægi meðferðar upplýsinga og upplýsingakerfa, þ.e.a.s. upplýsingaöryggi í heild sinni. Í allri starfsemi sinni hefur Hjallastefnan því sett sér stefnu og skilgreint formlegt verklag vegna vinnu starfsmanna og þjónustuaðila við gögn og kerfi fyrirtækisins.

Öryggisstefnan nær til umgengni og vistunar allra gagna sem eru í vörslu hjá Hjallastefnunni og skólum fyrirtækisins sem og samstarfs- og þjónustuaðila, hvort sem þær eru á rafrænu formi, prentuðu eða í mæltu máli. Þannig einsetur Hjallastefnan sér að verja upplýsingar gegn innri og ytri ógn hvort sem þær eru vísvitandi eða óviljandi.

Markmið með útfærslu og innleiðingu öryggiskerfis Hjallastefnunnar er að tryggja, ef skaði verður, áframhaldandi rekstur og lágmarka tjón með því að koma í veg fyrir eða lágmarka áhrif af atvikum sem geta truflað rekstur og þjónustu.

Stjórnendur sjá til þess að öryggisstefna Hjallastefnunnar sé endurskoðuð reglulega með formlegum hætti. Við þá endurskoðun er sú hætta sem steðjað getur að þeim upplýsingakerfum sem eru í notkun og innihalda persónuupplýsingar, sem og öðrum kerfum er tengjast þeim, endurmetin. Í kjölfar slíks endurmats og endurskoðunar er öryggisstefnan uppfærð og samþykkt formlega, auk þess sem stefnan og hugsanlegar breytingar á henni eru kynnt starfsfólki og samstarfsaðilum. Því er öryggisstefna Hjallastefnunnar byggð upp með tilliti til trúnaðar og réttleika og tiltækileika gagna.

Trúnaður:

Hjallastefnan mun útfæra öryggiskerfi sín á þann veg að sem minnstar líkur séu á að því að utanaðkomandi aðilar fái aðgang að upplýsingum í heimildarleysi, þ.e. tryggja á sem bestan máta að einungis þeir aðilar sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum.

Réttleiki gagna:

Hjallastefnan vill tryggja að upplýsingar sem skráðar eru hjá fyrirtækinu og skólum þess á hverjum tíma, séu réttar og nákvæmlega skráðar. Að ónákvæmar, villandi, rangar eða úreltar upplýsingar séu leiðréttar, þeim eytt eða við þær aukið þegar slíkt uppgötvast og haldið verði uppi reglubundnu eftirliti í þeim tilgangi.

Aðgengi gagna:

Hjallastefnan vill tryggja að upplýsingar sem skráðar eru í upplýsingakerfum fyrirtækisins séu aðgengilegar, þeim sem hafa heimild til notkunar á kerfunum, þegar þeirra er þörf. Jafnframt að kerfi og gögn sem kunna að eyðileggjast sé hægt að endurheimta með hjálp neyðaráætlunar og afrita sem geymd eru á öruggum stað. Til að uppfylla trúnað, réttleika og tiltækileika gagna tryggir Hjallastefnan að aðgangsheimildum notenda sé stýrt á formlegan og rekjanlegan hátt m.a. til að komast hjá sviksemi.

Hjallastefnan hefur skilgreint almenna öryggisþætti sem skýra ábyrgð aðila, markmið og tilgang stefnunnar sem og umfang hennar. Að auki hefur fyrirtækið skilgreint öryggisreglur og sértæka öryggisþætti er lýsa nánar þeim öryggiskröfum sem Hjallastefnan hyggst mæta í öllum rekstri sínum. Þær sértæku öryggiskröfur ná m.a. til neðangreindra þátta:

Neyðarstjórnun og öryggisfrávik

Staðlar, lög og reglugerðir

Hugbúnaður

Skipulagning og samþykki kerfa

Útvistun

Trúnaðarheit

Meðferð búnaðar

Aðgangsöryggi

Gagnaöryggi – leynd og réttleiki gagna

Vernd gegn spillihugbúnaði

Neyðaráætlanir

Rekstraröryggi

Viðbrögð við öryggisfrávikum

Verklagsreglur

Fræðsla

Snjallsímar og spjaldtölvur

Förgun búnaðar og miðla

Handbók um öryggismál

Endurskoðun, áhættumat og innra eftirlit

Öryggisstefna verður endurskoðuð reglulega með formlegum hætti. Endurmeta skal þá hættu sem steðjað getur að þeim upplýsingakerfum sem eru í notkun hjá fyrirtækinu og innihalda persónuupplýsingar, sem og öðrum kerfum og gagnasöfnum sem tengjast þeim. Í kjölfar slíks endurmats og endurskoðunar skal uppfæra öryggisstefnu þessa og samþykkja formlega, auk þess sem stefnan og breytingar sem á henni kunna að vera gerðar, sé kynnt starfsfólki og samstarfsaðilum.

Lög og reglur:

Öryggisstefna þessi tekur mið af lögum og reglugerðum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (sjá lög nr. 90/2018) og af öryggisstaðlinum ÍST 27001:2016. Öryggisstefnan er í fullu samræmi við reglur Persónuverndar nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga.

Starfsmenn sem hafa aðgang að upplýsingum, sem og þeir samstarfsaðilar skólans sem koma að rekstri upplýsingakerfa skólans, skulu hafa aðgang að og þekkja til öryggisstefnu þessarar, ferla, reglna og handbókar um öryggi gagna sem snertir vinnu þeirra.

Um meðferð og viðbrögð við brotum á reglum þessum er vísað til laga sem og verk- og kjarasamninga.

Hér má sjá samninginn