Stjórn Hjallastefnunnar

Margrét Pála Ólafsdóttir

Margrét Pála er stofnandi Hjallastefnunnar.  Hún hefur áratuga reynslu af leik- og grunnskólastjórnun, námskeiðshaldi og kennslu og er höfundur Hjallastefnunnar. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1981, lauk diplóma í stjórnun frá sama skóla árið 1996, meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011.

Helga Jónsdóttir

Helga er stjórnarformaður Hjallastefnunnar. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt fjölbreyttum störfum innanlands og utan.  Hún var ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneyti, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, borgarritari í Reykjavík, og skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu,  Þá hefur hún setið í stjórn Alþjóðabankans í Washington DC og í stórn Eftirlitsstofnunar EFTA.(ESA) í Brussel.  Hún er vön stjórnarformennsku, t.d. Í tryggingaráði, Landsvirkjun, atvinnuþróunarfélaginu Aflvaka, lífeyrissjóðum og Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.

Matthias Matthiasson

Matthías hefur langa reynslu af verkefnum í skólakerfinu. Hann tók þátt frá upphafi í uppbyggingu Hjallastefnunnar ehf. sem kennari, skólasálfræðingur, skólastjóri og sem verkefnastjóri á miðlægri skrifstofu fyrirtækisins. Hann hefur einnig starfað og kennt við Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands og við Háskólann á Akureyri auk kennslu í almennum grunnskólum og í framhaldsskóla. Matthías starfar nú sem sálfræðingur hjá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar.

Margrét Theodórsdóttir

Margrét  er skólastjóri og eigandi Tjarnarskóla sem hún setti á stofn árið 1985 í samstarfi við Maríu Sólveigu Héðinsdóttur. Hún var stofnaðili og stjórnarmaður í Samtökum sjálfstæðra skóla þar sem hún sat í fyrstu stjórn samtakanna. Margrét hefur áratuga reynslu af skólastarfi og þá sérstaklega af starfi sjálfstæðra skóla.

Guðmundur Kristjánsson

Guðmundur Kristjánsson forstjóri og útgerðarmaður, stjórnarformaður Tækniskólans. 

 

 

 

 

 

 

Fundargerðir Stjórnar

Frá og með maí 2021 eru fundargerðir stjórnar aðgengilegar á heimasíðu Hjallastefnunnar. Starfsreglur stjórnar Hjallastefnunnar má kynna sér  hér: Starfsreglur stjórnar Hjallastefnan_07.04.21.docx.

01_Hjallastefnan_fundargerð 29.03.2021.docx

02_Hjallastefnan_fundargerð 07.04.2021.docx

03_Hjallastefnan_fundargerð 16.04.2021.docx

04_Hjallastefnan_fundargerð 21.04.2021.docx

05_Hjallastefnan_fundargerð 05.05.2021.docx

06_Hjallastefnan_fundargerð 19.05.2021

07_Hjallastefnan_fundargerð 02.06.2021

08_Hjallastefnan_fundargerð 16.06.2021

09_Hjallastefnan_fundargerð 07.07.2021

10_Hjallastefnan_fundargerð 11.08.2021