Margrét Pála Ólafsdóttir
Margrét Pála er stofnandi Hjallastefnunnar.og stjórnarformaður Hjallastefnunnar. Hún hefur áratuga reynslu af leik- og grunnskólastjórnun, námskeiðshaldi og kennslu og er höfundur Hjallastefnunnar. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1981, lauk diplóma í stjórnun frá sama skóla árið 1996, meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011.