Jafnlaunastefna

Jafnrétti er einn af grundvallar þáttum í starfsemi Hjallastefnunnar og því er það forgangsatriði í rekstri og stjórn stefnunnar að tryggja að starfsfólki séu greidd jöfn laun og að það njóti sambærilegra kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Hjallastefnan leggur metnað sinn í að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur og karlar njóta jafnra tækifæra til starfa og starfsþróunar.

Jafnlaunastefna þessi er á ábyrgð framkvæmdastýru Hjallastefnunnar en gæðastýra og fjármálastýra sjá um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi jafnlaunastefnunnar.

Hjallastefnan hefur skjalfest, innleitt og skuldbindur sig til þess að viðhalda með stöðugum umbótum jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST85:2012 staðalsins og hefur í þeim tilgangi skilgreint verklag um ákvörðun launa sem á að tryggja að starfsfólk fái greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Það er markmið Hjallastefnunnar að kynbundin launamunur sé ekki til staðar hjá fyrirtækinu. Óútskýrður launamunur samkvæmt niðurstöðum árlegra launagreininga skal því vera enginn (töluleg markmið 0 – 0,5%)

Hjallastefnan skuldbindur sig til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna og hefur í þeim tilgangi skilgreint eftirfarandi aðgerðir:

Gefið út 09.06.2020
Síðast breytt 23.06.2020