Börn njóta vellíðunar í floti.

Í Barnaskólanum í Reykjavík fara öll börn í flot hjá Thelmu Björk, textíllistakonu, jógakennara og flotkennara. Þessa dagana er hún með 6 og 7 ára börn í floti.

Að fljóta gefur frelsi frá öllu utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi. Við þessar aðstæður skapast rúm fyrir líkamann til að fínstilla sinn innri takt og njóta vellíðunnar sem og heilsubætandi áhrifa slökunar.

Rannsóknir sýna að flot er einstaklega róandi og við það eitt að sleppa tökunum og leyfa sér að fljóta eigi ákveðin efnaskipti sér stað. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víki fyrir vellíðunarhormónunum endorfíni og beta endorfíni.