Fatafréttir

Stór fatasending komin til sölu í vefverslun

Hjallastefnan hefur unnið að því að stíga stór umhverfisskref í fatamálum þar sem áhersla er ekki einungis lögð á gæðavörur sem henta þörfum barnanna og starfsfólks, heldur ábyrga og sjálfbæra framleiðslu. Framtíðarmarkmið með allri fataþróun er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og spara orku og náttúruauðlindir. Við vinnum jafnframt með fyrirtækjum sem eru með alþjóðlegar gæðavottanir sem bera hagsmuni umhverfis, samfélags og starfsfólks í fyrirrúmi.

Í mars kom til okkar stór fatasending á nýjum vörum – hvetjum alla til að kynna sér nánar á Vefverslun Hjallastefnunnar

– Barnaskólapeysan í dökkrauðu er komin en peysan er úr 100% lífrænni bómull sem gerir hana einstaklega mjúka og þægilega. Sniðið er klassískt háskólapeysusnið og mjög klæðilegt. Sjá HÉR

– Í þróun eru nýir bolir fyrir barnaskólann sem kynntir verða fyrir næsta skólaár

– Leikskólapeysan vinsæla í dökkrauðu er komin aftur í öllum stærðum. Sjá HÉR

– Langermabolir og leggings í nýju vörulínunni eru til í öllum stærðum fyrir leikskólann en sniðið hefur verið endurbætt til að mæta þörfum barnanna betur, hvetjum foreldra að kynna sér vel stærðartölfu sem fylgir. Sjá HÉR

– Dökkbláar joggingbuxurnar eru komnar aftur í öllum stærðum en Hjallastefnan og Lindex hafa hafið samstarf og eru nú þessar vinsælu buxur til í stærðum 92-128. Lindex buxurnar eru úr sustainable línu Lindex, lífræn bómull og með stillanlegri teygju í mittið. Sjá HÉR