Minna plast í Öskju.

Fyrirmyndar átak hjá leikskólanum Öskju í Reykjavík sem eru að minnka plastnotkun sína.

Silja, skólastjóri Öskju, skrifar:

„Nú tökum við við enn eitt skrefið í að verða umhverfisvænni en við höfum gert ýmislegt hingað til. Það er búið að vera á dagskrá að hætta með plastpoka og eftir fallega áminningu frá foreldri þá drifum við í því. Við erum ætíð þakklát öllum ábendingum um starfið okkar, bæði hvað þið eruð ánægð með og það sem betur má fara.

Hún Dorota, starfsmaður á Öskju, hefur verið á  fullu að sauma margnota poka úr gömlum og blettóttum starfsmannabolum.

Okkur langar að fá ykkur kæru fjölskyldur með okkur í lið og hafa 1-2 taupoka samanbrotna í aukafatakassanum svo við getum sent skítug eða blaut föt heim í þeim. Hver kjarni mun svo eiga nokkra svona poka til að senda heim ef vantar poka í hólfið. Við biðjum ykkur svo að þvo þá og skila til okkar aftur.“