Skákhátíð Laufásborgar.

Skákbörn Laufásborgar eru á leið á EM í Rúmeníu í lok mánaðarins og eru á fullu að safna fyrir ferðinni. Af því verður blásið til skákhátíðar á Eiðistorgi næstkomandi laugardag, 11. maí, klukkan 14: 30.

Veglegt listaverkauppboð mun fara fram þar sem boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Jóní Jónsdóttur, Auði Ómarsdóttur, Rán Flygenring, Ragnheiði Maísól, Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur, Ragnheiði Þorgrímsdóttur, Sunnu Ben, Lóu Hjálmtýsdóttur, Steinunni Mörtu Önnudóttur, Unnar Örn Auðarson, Sunnevu Ásu Weisshappel og Sigurð Atla Sigurðsson.

Einnig verður hægt að fjárfesta í listaverkum eftir skákbörnin sjálf og að tefla við skákbörnin! Þá verður veglegur kökubasar og dásamlega lífræna múslíið okkar til sölu.

Hvort sem þú vilt fjárfesta í listaverki, grípa góða köku og/eða múslí eða tefla við litla snillinga þá er Eiðistorg staðurinn til að vera næsta laugardag! Nánar um viðburðinn hér.