Sumarskóli á Vífilsstöðum 2018

Sumarskóli Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum hefst 11. júní og stendur til 17. ágúst 2018. Sem fyrr eru það Móey Pála og Jón Karl sem stýra sumarskólanum. Skólinn hefur verið þróaður með nýju sniði undanfarin tvö ár og hefur dagskráin slegið í gegn á Vífilsstöðum. Í fyrra var börnum úr öðrum Hjallastefnuskólum en í Garðabæ boðið að koma í sumarskólann á Vífilsstöðum og gekk það frábærlega. Nú er haldið áfram á sömu braut. Börn frá Hafnarfirði eru boðin í skólann í allt sumar og börn frá Barnaskólanum í Reykjavík sem hafa sinn sumarskóla í júní og byrjun júlí á heimaslóðum eru boðin velkomin í júlí og ágúst. Börn utan Hjallastefnuskóla sem vilja fylgja vinum sínum í sumarskóla Hjallastefnunnar eru einnig boðin velkomin á Vífilsstaði í allt sumar.