Viltu bætast í okkar frábæra hóp? 

Leikskólinn Hraunborg á Bifröst leitar eftir öflugum leikskólakennara 

Hjallastefnu leikskólinn Hraunborg á Bifröst leitar að öflugum leikskólakennara eða leiðbeinanda til starfa í 100% stöðu. Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru til í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.

Ráðið verður í fleiri en eitt stöðugildi og  getur viðkomandi hafið störf mjög fljótlega. 

Menntunar- og hæfniskröfur
– Góð íslenskukunnátta og ríkur orðaforði áskilin
– Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun æskileg
– Reynsla af vinnu með börnum æskileg
– Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
– Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
– Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 1 apríl.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðið tímabundið í stöðuna og hvetjum öll kyn til að sækja um.

Hafir þú áhuga á að sækja um, sendu umsókn og ferilskrá á netfangið hraunborg@hjalli.is. Hvetjum þig til að heyra í okkur ef þú vilt vita meira um starfið en allar nánari upplýsingar veitir Pálína Jörgensdóttir, leikskólastýra á netfanginu palina@hjalli.is