Á hvaða skólastigum er Hjallastefnan í boði?

Hjallastefnustarf er í boði á leikskólastigi víða um land eða í alls ellefu sveitarfélögum eins og sést hér. Hins vegar eru grunnskólar Hjallastefnunnar aðeins á yngsta stigi eða frá fimm eða sex ára og til og með níu ára. Þeir eru aðeins þrír talsins og allir á höfuðborgarsvæðinu eða í Garðabæ, Hafnarfirði og í Reykjavík. Aðeins einn leik- og grunnskóli frá eins árs og upp í 16 ára er starfræktur undir merki Hjallastefnunnar og það er í Tálknafirði samkvæmt samningi milli okkar og sveitarfélagsins sem kostar rekstur skólans á sama hátt og áður en við tókum við rekstrinum.